Námsmenn erlendis utankjörstaðar réðu úrslitum 1978.

Svona var sólarlagið að kvöldi kjördags, með háhýsin í Reykjavík í forgrunni og spurningin er fyrir hvað sólarlagið gæti staðið sem tákn.Sólarlag 25.sept 21

Og þá kemur fortíðin upp í hugann, til dæmis það, þegar öll atkvæði innanlands höfðu verið talin í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík undir morgun og borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hélt velli, átti bara eftir að telja utankjörstaðaatkvæði. 

Þegar þau höfðu öll verið talin kom í ljós að meirihlutinn þrásetni var fallinn. 

Ein af úrskýringunum á þessu var sú, að námsmenn erlendis væru það fjölmennir meðal þeirra esm greiddu atkvæði utan kjörstaðar og eftir undanfarin baráttuár þeirra við stjórnvöld, væru þeir rótttækir og hefðu riðið baggamuninn. 

Utankjörstaðaatkvæði í kosningum nú eru margfalt fleiri en fyrir 43 árum og vegna þess hve miklu þau geta breytt væri gaman að vita hverjir eru í þessum stóra hópi. 

Stór hluti af honum hljóta að vera þeir sem Covid hafið áhrif á og enn eru Íslendingar erlendis margir, bæði sem ellibelgir, í störfum og námi, og skoðanakannanir hafa sýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi hjá´hinum eldri en hinum yngri. 

Af þessu má ráða að utankjörstaðaatkvæði muni frekar gagnast Sjöllum og þar með núverandi ríkisstjórnarflokkum heldur en stjórnarandstöðunni.  

Þar með berast böndin að lýðræði. 

Og talað er um lýðræði, liggja tvær staðreyndir aðallega fyrir:

Í fjögur ár hefur ríkisstjórnin sem heild haft meirihluta þjóðarinnar í skoðanakönnunum með sér...,

... og sömuleiðis hefur Katrín Jakobsdóttir verið með yfirburða fylgi yfir aðra hvað snertir forsætisráðherraembættið. 

 


mbl.is „Sjáum hvernig nóttin brosir við okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband