Sífelld dæmi um vankanta núverandi stjórnarskrár.

Þegar Landsdómur var vakinn upp eftir Hrunið kom í ljós hve slæmt það var að láta þingmenn í raun fjalla um eigin málefni eins og núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir. Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs voru ákvæði um Landsdóm felld út.  

Nú standa menn aftur frammi fyrir því að núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að við það að staðfesta kjör þingmanna með kjörbréfi séu þingmenn að dæma í sjálfs síns sök, ef misfellur hafa verið í kosningum. 

Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessu breytt þannig, að Alþingi kemur sjálft ekki nálægt þessum gerningi, heldur er hann hafður þannig að verkið geti gengið upp án slíkra vafaatriða um framkvæmd.  


mbl.is Líst ekki á jöfnunarsætisþingmenn í kjörbréfanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband