Tævan; í forystu á ýmsum sviðum.

Tævan, sem áður bar nafnið Formósa, hefur verið bitbein stórvelda Asíu, var undir yfirráðum Japana áður en Kínverjar hrepptu eyjuna í lok Heimsstyrjaldarinnar síðai. 

Þegar kommúnistar unnu sigur á þjóðernissinnum Chang Kai Shek 1949, flóði her þjóðernissinna út til Formósu, og undir breyttu heiti, Tævan, hefur eyjan verið sjálfstætt ríki undir verndarhlíf Bandaríkjamanna. 

Það kemur á óvart þegar farið er að kynna sér þetta ríki, hve framarlega það stendur á tæknisviðinu í mörgum greinum. 

Í hugum flestra hafa til dæmis Japanir verið í fremgst röð í smíði vélhjóla á borð við Honda og Yamaha, kannski líka Kawasaki, en við nánari athugun standa tævönsk hjól á borð við Kymco og SYM þeim fyllilega á sporði. 

Svo góð eru þessi hjól, að þegar Kawasaki ætlaði að taka þátt í herðri samkeppni í flokki svonefndra sofascooters eða maxiscooters, stórra vespulaga léttbifhjóla, varð niðurstaðan sú að sema við Kymco um að fá að taka Kymco Downtown traustataki, og framleiða það lítt breytt sem Kawasaki J300.  

Og á einu sviði hafa Tævanir algera forystu á heimsvísu, en það er hið þróaða samgöngukerfi rafknúinna léttbifhjóla, Gogoro, sem spannar 757 umhleðslustöðvar í Tæpei fyrir rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum. 

Frá því hefur verið sagt hér áður á síðunni. 

Volkswagen verksmiðjurnar ætla nú að taka þetta kerfi á hærra plan í Barcelona með svipuðu kerfi fyrir tveggja manna rafbíla með útskiptalegum rafhlöðum. 


mbl.is 38 kínverskar herþotur í lofthelgi Taívans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ja já  Ómar, það eru 530 þusund manns um hverja umhleðslustöð, það er alveg magnað. 🤗

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.10.2021 kl. 17:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitthvað er bogið við lestrarkunnáttuna, Hallgrímur minn, hjá þér eða reikningskunnáttuna, nema hvort tveggja sé. 

Í Tæpei búa 2,4 milljónir manna þannig að það eru rúmlega 3000 manns um hverja umhleðslustöð. Hér í Grafarvogshverfi eru fimm bensínstöðvar og því um 6000 manns um hverja þeirra í 30 þúsund manna byggð. 

Nema þú gefir þér það, að þetta kerfi í Tæpei sé hannað fyrir allt Tævan með sínum 38 milljónum íbúa. 

En þannig er það ekki, ekki frekar en að bensínstöðvarnar í Keflavík séu ætlaðar öllum Íslendingum til daglegra nota. 

Ómar Ragnarsson, 2.10.2021 kl. 19:05

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ja Ómar minn ætli það sé  ekki hvoru tveggja, eg var að vísu  með 4 milljonir ibua New Taipei City, en las svona rangt ut ur niðurstöðunni, afsakaðu það gæskur

Reindar helt egað ibuarnir væru bara 23,4 milljonir.

NIO bilaverksmiðjurnar i kina bjoða uppa rafhlöðuskipti á NIO ES8 bilnum á 3 minutum i sérstökum skiptistöðvum, myndbönd á youtube sina þetta 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.10.2021 kl. 20:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er að koma kerfi í Madrid, en Gogoro kerfið í Tæpei var komið fyrir 2017.

Ómar Ragnarsson, 3.10.2021 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband