Ekki nóg að gert í óafturkræfum neikvæðum umhverfisáhrifum?

Á svæðinu milli Trölladyngju og Keilis er búið að valda slæmum óaftukræfum neikvæðum umhverfisspjöllum með því að gera borplan og virkjanaveg á versta stað við mynni hins stórkostlega gils, Soganna. 

Þar liðast volgur lækur út úr Sogunum framhjá fallegum grónum gíg og var þar fögur gönguleið. 

Ákveðið var að sarga 3000 fermetra borplan inn í gróna hlíð á þann hátt að sem mest umhverfisspjöll yrðu, og í staðinn fyrir að leggja virkjanaveg að því hæfilega fjarri gönguleiðinni, var hann látinn fylgja Sogalæknum og valda mestu mögulegum umhverfisspjöllum. 

Nú er órói á þessu svæði og það fyrsta sem mönnum virðist detta í hug, er að honum muni fylgja vel þegin og mikil jarðhitavirkni og möguleikar á víðtækum virkjunum. 

Því er bætt við að jarðhitavirkni sé á öllum Reykjanesskaganum og því eftir miklu að slægjast. 

Þegar skyggnst hefur verið í gögn um slíkt hefur sést að lítil orka hefur fundist við  Trölladyngju, en hins vegar er skráð uppselt afl við Krýsuvík 500 megavött, eða tvöfalt meiri orka en Hellisheiðarvirkjun gefur. 

Það er augljóslega að minnsta kosti tíu sinnum meira afl en getur verið sjálfbært. 

Þótt ljóst sé að hrein rányrkja er stunduð í öllum gufuaflsvirkjunum á Reyknanesskaga og að eldgosið við Fagradalsfjall sé´á skásta  mögulega stað, virðast margir fá glýju í augun af hrifningu yfir möguleikunum á sem mestri eldvirkni og þar með sem mestu tjóni vegna hraunrennslis, bara vegna þess að draumahrópið "virkja, virkja, virkja!" hljómi sem hæst. 


mbl.is Skjálftarnir gætu aukið jarðhitavirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Er ekki Reykjanesskaginn vélarúm og kolakjallari landsins ?
Örfoka og gjörspillt af athöfnum mannsins í 1100 ár.

Þórhallur Pálsson, 2.10.2021 kl. 11:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Reykjanesskaginn er verst útleikinn allra landshluta af mannavöldum, upphaflega með hrístekju, sem lauk endanlega á Strandarheiði 1935, en annars staðar af svo grimmilegri sauðfjárbeit, að einmana uppblásnar gróðurleifar og torfur voru eftir þar sem áður var samfellt og gjöfult gróðurlendi, sem til dæmis var nýtt af tugum smábýla við Grindavík. 

Skaginn er á láglendi og þar hefur ekki gosið í 800 ár, þannig að gamla viðbáran að landeyðingin væri vegna kalds loftslags á hálendinu og öskufalls úr eldgosum átti alls ekki við.  

Hugsunin kom vel í ljós þegar landeigendur, tómstundabændur, óðu með stórvirkar vinnuvélar upp á sitt eindæmi án nokkurs samráðs við yfirvöld og tættu í sundur nýrunnið hraunið í gersamlega óafturkræfum umhverfisspjöllum. 

Auk þessa fréttist af því að þeir teldu sig eiga að fá skaðabætur fyrir örfoka landið, sem hraunið rann yfir!

Ómar Ragnarsson, 2.10.2021 kl. 13:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: "...nýtt af tugum smábýla við Krýsuvík..." á þetta að vera. 

Ómar Ragnarsson, 2.10.2021 kl. 13:59

4 identicon

Sæll Ómar.

Mér finnst þessi pistill þinn
óumræðanlega fróðlegur.

Hann minnir mig á ekkert annað en Pí
en á grísku táknaður þannig:



Það þýðir að fjöldi aukastafa, þegar talan er skrifuð út með tölustöfum tekur engan enda né myndast mynstur í þeim sem endurtekið er endalaust. Heiður þeim sem heiður ber!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband