4.10.2021 | 16:39
Meginlínurnar blasa við ár eftir ár: Fólksflótti frá Reykjavík.
Þref varðandi tölur á íbúðum í byggu er til lítils þegar meginatriði byggðaþróunar á Suðvesturhorni landsins blasa við í formi dæmalausrar fjölgunarsprengju sem er í gangi í Árborg og víðar utan Reykjavíkur.
Hlutföllin breytast svo hratt að minnir á fólksflóttann frá Austur-Þýskalandi hér um árið.
Þar var rætt um að fólkið hefði sjálft kosið með fótunum, en hér er kosið með bílhjólum.
Þessi mikli tilfærsla á hlutföllum milli fjölda íbúa í sveitarfélögunum á atvinnusvæði, sem nær frá Borgarnesi austur að Þjórsá og suður um Suðunes sýnir að eitthvað er bogið við framkævmd þeirrar draumsýnar að aðal fólksfjölgunin eigi að vera í þéttri byggð miðsvæðis en sé óæskileg í úthverfum og fjarri miðjunni.
Fyrir um tíu árum hripuðu félagar í samtökum með nafninu Betri byggð upp tillögu á landsfundi eins stjórnmálaflokksins, að banna skyldi frekari lagningu nýrra gatna og innviða fyrir nýja byggð utan Reykjavíkur í Kraganum.
Þegar flutningsmanninum var bent á, að fólkið myndi þá bara flytja upp á Akranes, suður með sjó eða austur fyrir fjall, sagði hann, að það væri allt í lagi með það, enda væri fráleitt að nokkurn tíma kæmi til slíks.
Slíkur flutningur væri þess vegna í lagi.
Þegar honum var bent á, að með því að hrekja umrætt fólk enn lengra en ella væri verið að stuðla að enn meiri fólksflótta en tillagan stefndi að, komu vomur á hann; þetta passaði ekki alveg inn í myndina, og var tillagan dregin til baka.
En áfram halda tillögumennirni því staðfast fram, að ef Reykjavíkurflugvöllur hefði ekki verið reistur við Vatnsmýri, myndi engin byggð vera austan Elliðaáa; öll fjölgunin hefði þá orðið fyrir vestan ár.
Þessi fullyrðing vefst ekki fyrir þeim félögum, að 130 þúsund mann hefðu þyrpst í skýjakljúfa þessarar "betri byggðar."
Segja Pawel fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá mælti Karli: "Til ills fórum vér um góð heruð, er vér skulum byggja útnes þetta".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.