Ronaldo sýndi Íslendingum sérstaka lítilsvirðingu hér um árið.

Christiano Ronaldo er ekki að sýna leikmönnum lítilsvirðingu í fyrsta sinn núna, eins og lýst er í viðtengdri frétt á mbl.is.

Er það ekki rétt munað, að hann sýndi íslenska landsliðinu sérstaka lítilsvirðingu eftir jafntefli hér um árið með því að úthúða liðinu fyrir það hvað það væri lélegt og ekki þess virði að leikið væri við það? 

Enginn annar hefur viðhaft slík ummæli um okkar lið. Því miður er stutt í hrokann hjá þessum annars frábæra knattspyrnumanni.   


mbl.is Margrét Lára gagnrýndi hegðun Ronaldo (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ronaldo og landar hans sýndu okkur dónaskap þegar liðið, eftir að hafa unnið 2-0 í Laugardalnum, tóku til fótanna út af vellinum við lok leiksins.

Mjög óvenjulegt.

Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.10.2021 kl. 09:21

2 Smámynd: Sandy

Segir það ekki allt sem segja þarf um þá einstaklinga sem að því stóðu? Að mínu mati er það ekki okkar að ala þá upp.

Sandy, 4.10.2021 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband