Mikill efniviður í nýtt gullaldarlið?

Það er ekki á hverjum degi sem knattspyrnulandslið Íslands er þannig skipað í undankeppni HM að áhorfendur þurfi að leggja á minnið nöfn næstum allrar leikmannanna, sem flestir eru í kringum tvítugir að aldri. 

Svipað gerðist reyndar fyrir áratug þegar Íslendingar eignuðust komandi gullaldarlið í formi unglingalandsliðs, sem síðar átti glæsiferil inn í tvö stórmót, EM og HM.  

Fyrir síðuhafa var síðasta markið í kvöld sérstakt, ekki bara fyrir það, að af þremur leikmönnum, sem stóðu fyrir því, voru tveir synir Eiðs Guðjohnsens, heldur líka vegna þess að þrjár glæsispyrnur skópu þetta draumamark, fyrst löng snilldarsending frá Andri Fannari Baldurssyni beint á kollinn á Sveini Aroni, þá viðstöðulaus snilldarsending af höfði hans fyrir fætur bróðurs hans, Andra Lúkasar, sem lét snilldina halda áfram með spyrnu boltans í markið. 

Afi Andra Fannars er Jón R. Ragnarsson sem varð margfaldur Íslandsmeistari í rallakstri á sinni tíð, en Baldur, faðir Andra, er annar tveggja sona Jóns, hans og Rúnars, sem urðu líka margsinnis Íslandsmeistarar. 

Því má bæta við, að Andri fannar átti líka magnaða stoðsendingu sem endaði með vítaspyrnudómi, 3:0, og að bróðir Andra Fannars, Eyþór Örn, er einn af bestu fimleikamönnum landsins. 


mbl.is Fjögur mörk og endahnútur frá bræðrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband