Langstærstu rökin fyrir sem hröðustum orkuskiptum á Íslandi er hinn mikli sparnaður ángjaldeyri við að hætta að kaupa inn mengandi orkugjafa og nota innlendan og hreinni í staðinn.
Þetta var gert í húshitunarbyltingunni á síðari hluta síðustu aldar, var óumdeilt þá og ætti að vera óumdeilt nú.
En nú bregður svo við að jafnvel sömu mennirnir, sem voru hlynntir orkuskiptunum fyrir hálfri öld, hafa allt á hornum sér nú varðandi bíla, skip og flugvélar.
Möguleikarnir á sparnaði eru fjölbreyttir, samanber eyðslutölurnar á þremur tegundum rafknúinna farartækja sem síðuhafi hefur tekið í notkun fyrir 85 prósent af sínni persónulegu notkun að viðbættu einu 125 cc bensínknúnu léttbifhjóli:
1. Rafreiðhjól, 25 km hraði, 10 krónur á 100 ekna kílómetra. Drægni 50 km.
2. Rafknúið léttbifhjól, 45/56 km hraði, 30 krónur á 100 ekna kílómetra. Drægni 130 km.
3. Bensínknúið léttbifhjól, 96 km hámarkshraði, 600 krónur á 100 ekna km. Drægni 250 km.
Reykjavík-Akureyri: 2400 krónur.
4. Rafknúinn 2ja sæta rafbíll. 97 km hámarkshraði, 90 krónur á 100 ekna km. Drægni 90 km.
Athyglisvert er hve litlir rafknúnir bílar eru sparneytnir, kostar aðeins 90 kall í orkukostnaði að skutlast fram og til baka til Hveragerðis og um daginn reynsluók ég álíka stórum bíl, sem reyndist vera með 115 kílómetra drægni.
Senn koma´á markaðinn svipaðir rafbílar með útskiptanlegum rafhlöðum, en slíkt skiptikerfi gerbyltir algerlega samgöngum af þessu tagi.
Bensínverð að ná hæstu hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aha...
Við flytjum inn eldsneyti á raunvirði, ekki söluverði út úr dælu.
Raunvirði bensóns er ca 40-50 kr lítrinn, hingað kominn. Það eru gjaldeyrisútlátin.
Venjulegur bíll eyðir ca 7-10 á 100 km.
Venjulegur Íslendingur ekur ~15.000 km á ári, sem þýðir 1050 lítrar, eða ~52K kr á ári fyrir þjóðarbúið.
Bíl er unnt að keyra 250K áður en það fer að verða óhagkvæmt að laga hann, svo það gera ~880.000 krónur.
Bíll sem kostar 1.400.000 í UK kostar hæer 3.500.000.
Rafbíll sem kosatr í UK 3.000.000 kostar hér sama (eða minna...)
Það þýðir að ef ú kaupir venjulegan jarðefnaknúinn bíl fara 1.400.000+880.000, eða ~2.3 millur úr landi, en ef þú kaupir rafbíl fara 3-3.5 millur úr landi.
Semsagt...
Sparnaðurinn er eingöngu fyrir Íslenskan notanda rafbíls, en ekki fyrir þjóðina. Þjóðin sem heild er að tapa meiri pening úr landi.
Þetta mun halda áfram þartil við förum að framleiða okkar eigin liþíum, úr okkar eigin liþíum námum.
Athygli vekur hve fáir átta sig á þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2021 kl. 23:41
Meðalnotkun bíla hér á landi frá upphafi til enda er ekki 17 ár eins og haldið er fram hér að framan.
Bensín er ekki selt á sex sinnum hærra verði hér á landi en það kostaði í innkaupum.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2021 kl. 00:37
Bensinverð i usa er um 1 usd literinn þar skiptist verðlagningin ca svona. Hráolia 52% hreinsun 19% dreifing, álagning og sala 13% og skattar 16%, verð á gensini til afhendingar er þá um 80 kr, Verð i Rottendam ætti að vera svipað
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.10.2021 kl. 11:02
Að jafnaði er um 80 prósent af ökutækjum endurvinnanlegt en meðalaldur fargaðra fólksbíla á Íslandi hefur verið yfir 17 ár síðastliðin fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR .
Árið 2020 Ómar
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.10.2021 kl. 11:07
Bensínlítrinn á markaði í Rotterdam kostar í dag 82kr ISK en var tæplega 40kr ISK fyrir ári síðan.
Nissan leaf með 40Kwh batteríi kostar 3,8 milljónir samkvæmt Edmunds.com. Á sama stað kosta Nissan Kick með bensínvél 2,6 milljónir.
Fyrir mismuninn (1,2 miljónir) er hægt að kaupa 1500 L bensíni í Rotterdam sem mundi duga til að aka Nissan Kick 220.000 km. Fyrir tólf mánuðum síðan var hægt að kaupa bensin til að aka honum 500.000 km.
Meðal akstur einkabíls er um 150.000 km á líftímanum, kannski eitthvað meir á íslandi.?
En samkvæmt þessu er ljóst að veriðið í Rotterdam þarf að hækka verulega meira til að orkuskipti einkabílaflotans fari að spara gjaldeyri.
Guðmundur Jónsson, 14.10.2021 kl. 22:31
Vantar eitt núll þarna hjá mér
........... hægt að kaupa 15000 lítra ............
Guðmundur Jónsson, 14.10.2021 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.