13.10.2021 | 13:19
Landeldi á skjön við söng sjókvíaeldismanna.
Það hefur verið söngur þeirra, sem segja að eina leiðin til laxeldis hér á landi felist í sjókvíaeldi, að landeldi sé óframkvæmanlegt vegna miklu meiri kostnaðar.
Þótt stórfelldir ókostir sjókvíaeldisins komi smám saman æ betur í ljós hér og erlendis, hafa sjókvíaeldismenn úthrópað gagnrýnendir þess og sagt þá vera á móti byggð í landinu.
Svipar þessum rökum til þess, þegar þeir, sem mæla með jarðstrengjum í stað loftlína og skaplegri notkun rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja í stað þess að hún fari nær öll til stórfyrirtækja í erlendri eigu, eru sagðir vera á móti atvinnuuppbyggingu, móti byggð í landinu og á móti rafmagni!
Samherji boðar mikla uppbyggingu í Öxarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.