15.10.2021 | 18:26
Álit setts forstjóra Landsspítalans hlýtur að vega þungt.
Í umfjöllun gærdagsins um hugsanlegar tilslakanir á Landsspítalanum kom greinilega fram, að þar innan húss felist hættan á myndun flöskuháls í afköstum varðandi aðgerðir af margvíslegum toga, svo sem aukin pressa á aðgerðir sem hættulegt geti verið að láta dragast.
Ekki var annað að heyra á sóttvarnalækni í gær en að hann sjálfur hefði ekki sömu möguleika á að meta ástandið þarna eins og forstjóri Landsspítalans.
Forstjóri Landspítala segir rými til tilslakana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki mér finnst þetta dálítið sérstakt að lélegur rekstur á spítala geti haldið heillri þjóð í gíslingu. Stjórnvöld gætu þá þess vegna haldið á spilunum þannig viljandi til þess að skerða frelsi borgaranna til lengri tíma.
Maður klórar sér í hausnum nú þegar talað er um áframhaldandi frelsisskerðingar vegna mögulegs inflúensufaraldurs.
Hallgeir Ellýjarson, 15.10.2021 kl. 20:54
Nokkrar staðreyndir hafa komið fram að undanförnu.
Íslendingar hafa í áratug varið minnstu allra þjóða í okkar heimshluta í heilbrigðismál.
Mismunurinn samsvarar 6-7 milljörðum á ári.
Uppsafnaður vandi orðinn 60 milljarðar.
Hef farið nokkrum sinnum inn á bráðavaxt og upplifað ástand þar í samræmi við þetta á sama tíma og þjóðin eldist.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2021 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.