17.10.2021 | 23:11
Sádarnir eiga peninga og asni klyfjaður gulli kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er.
Ekkert bendir til annars en að Sádi-Arabía verði í sömu yfirburðastöðu á olíumörkuðum heims og áður þar til olíuöldin hnígur til viðar seinna á þessari öld.
Ef Talibanar hefðu látið myrða blaðamann í sömu stöðu og Hhasoggi var gagnvart Sádi-Arabíu, þarf ekki að velkjast í vafa um það að það hefði verið fráleitt að þeir kæmu ár sinni fyrir borð á Vesturlöndum eins og Sádarnir hafa gert og halda áfram að gera.
Þvert á móti má lesa æsingargreinar um Afgani á samfélagsmiðlum þar sem hvatt er til þess að fara í hart við þá, ekki síst vegna trúarbragðanna.
Munurinn á Sádi-Arabíu og Afganeistan er þekkt fyrirbæri allt frá fornöld, Sádarnir- hafa slík völd á alþjóðavettvangi í krafti olúuframleiðslu sinnar, að allir vilja hafa þá góða.
Í olíuríkjunum við Persaflóa eru og verða um sinn olíulindir, sem er einfaldlega lang ódýrast að nýta á jörðinni.
Allt tal um að eitthvað sambærilegt sé að finna á norðurslóðum er fjarstæða.
Olíuauðurinn þarna suður frá er til kominn vegna gríðarlegra setlaga í jörðu frá fyrri árþúsundum, sem urðu svona orkurík vegna þess að þarna nýtur mestu sólarorku á jörðinni.
Og hið skondna er, að þegar nýting sólarorku beint tekur við, sitja Arabarnir áfram á besta stað jarðar til að gera það.
Unnusta Khashoggis fordæmir yfirtökuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dauðarefsingar eru stundaðar í Sádi Arabíu .Líka Kína og Bandaríkjunum .En Sádar taka menn af lífi fyrir trúvillu ,sem er einstakt 21.öldinni.
Hörður (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 10:59
það er meira af ódýrt vinnanlegri olíu í Venezuela en í Saudi Arabíu. Rússar, Kanada, USA, Ástralía, Írak, Íran og ekki síst Kína eiga öll meira af ódýru auðvinnanlegu jarðefna eldsneyti en Sádar. (olía kol og gas).
Sérstaða Sáda er fyrir löngu hætt að vera vegna olíu auðæfa þeirra. þeir hinsvegar fjárfestu mikið fyrir síðustu aldamót í spilltum stjórmálamönnum á vesturlöndum sem skilar þeim miklum völdum í dag.
Guðmundur Jónsson, 18.10.2021 kl. 13:41
Líklegt er að það bresti nú flótti í stuðningsmannalið félagsins, og hann er þegar byrjaður hér á landi. Það er hægt að kaupa lið, en ekki stuðning við það.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.