18.10.2021 | 12:49
Orkuskipti allra.
Jónas Elíasson byrjar grein um komandi orkuskipti í Morgunblaðinu á þeirri fullyrðingu, að "nær ekkert hafi hlýnað á Íslandi á síðustu hundrað árum." Á þessu og fleiri firrum byggir hann síðan þá niðurstöðu að við eigum ekki einasta að hverfa frá fyrirætlunum um orkuskipti, heldur að auka hlut stóriðjunnar hér á landi.
Ekki þarf annað en að líta á nær samfellda og stórfellda rýrnun íslenskra jökla í rúma öld til að sjá að fullyrðing Jónasar og fleiri um að loftslag fari jafnvel kólnandi hér á landi er alröng, en þessi ranga fullyrðing veldur því hins vegar að þessi höfuð forsenda greinar hans kippir fótunum undan henni.
Hún bætist við aðrar svipaðar greinar sem birst hafa í Morgunblaðinu og hafa átt að sýna fram að loftslag á Íslandi fari jafnvel kólnandi!
Framundan er tími, sem markar endalok svonefndrar olíualdar, þegar rányrkja jarðefnaeldsneytis mun gera orkuskipt óumflýjanleg.
Jónas krefst þess í grein sinni að orkuskiptin verði öll látin lenda á þeim þjóðum heims, sem hafa hingað til farið varhluta af notkun jarðefnaeldsneytis og sýnir slík krafa vel hve mikil einsýni liggur að baki kröfunni um að Íslendingar og aðrar "þróaaðar" þjóðir fái að halda rányrkjuninni áfram.
Athugasemdir
Ör þróun í smíði á fullkomnari rafgeymum og sólarsellum getur leitt til þess að íbúar suðrænna landa verði sjálum sé nægir um orku, munu geta framleitt alla sína orku á staðnum.
Þetta hefði stórkostlega þýðingu til þess að bæta hag fátækra landa í þessum heimshlutum.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 15:30
Við staðhæfingar er nauðsynlegt að forsensdur séu réttar. Ég efast um að Jónas Elíasson gefi sér réttar forsendur um hitastigsbreytingar á Íslandi.
Hvað er loftslagsvá? Hvaða áhrif höfðu loftslagsbreytingar fyrir þúsund eða hundraðþúsund árum á mannleg samfélög þess tíma? Hver getur svarað því?
Árið 1257 varð stórgos í eldfjalli á Indónesíu. Fornleifarannsóknir benda til mikils mannfellis á Bretlandseyjum um svipað leyti. Var það loftslagsvá? Hvaða áhrif hefði slíkt eldgos á mannkynið í dag?
Og hvaða áhrif hefði það á mannkynið ef stórkostlegt uppstreymi metangass yrði úr setlögum hafanna og freðmýrum Síberíu?
Það er ekki sannað að mannkynið beri alla ábyrgð á loftslagshlýnun um þessar mundir, en flest rök styðja það. Og væri ekki skynsamlegt að láta þessa fullyrðingu njóta vafans?
Fyrir nokkrum áratugum var gert að skyldu að nota bílbelti. Urðu um það miklar deilur og sumir harðneituða að nota þau, sögðu að það væri hættulegt. Nú þykir það sjálfsagt mál.
Auðvitað eru áhrif Íslendinga á loftslagið hverfandi lítil, en leysir það okkur undan allri ábyrgð?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.10.2021 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.