22.10.2021 | 12:32
Ekki eins einfalt og virtist í upphafi? Hvað um eftirlitsmyndavélarnar?
Hin einfalda mynd, sem gefin var í upphafi Borgarnessmálsins, var sú, að í stað þess að innsigla kjörkassana, hefði það verið lenska um árabil að hefa myndavélar yfir rýminu, sem talið var í og læsa dyrunum.
Í málarekstri lögreglu vegna málsins töldu þrír af fimm stjórnarmönnum yfirkjörstjórnar að ekki hefði verið um lögbrot að ræða, því að tilgangurinn hefði verið hinn sami og þegar innsiglað er.
En nú virðist vera að koma fram, að hægt hefði verið að komast inn í salinn eða að vera á ferli við kjörkassana án þess yrði vart.
Samtímis hefur heyrst, að dyrnar hafi ekki verið læstar.
Þessi atriði þyrftu kannski ekki að vera svo mikilvæg ef úrslitin hefðu verið það hrein og bein að ekki hefði verið hægt að hrófla við þeim.
En það var nú öðru nær. Ein innsláttarvilla upp á aðeins tvö atkvæði felldi fimm frambjóðendur út, en fimm aðrir komu í staðinn.
Eðli málsins er allt annað en í úrskurði Hæstaréttar í stjórnlagaþingkosningunum 2011.
Kærendur kosninga koma fyrir nefnd í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eðli málsins er allt annað en í úrskurði Hæstaréttar í stjórnlagaþingkosningunum 2011.
Vissulega, og hafi ágallar á stjórnlagaþingskostningunni orðið til að ógilda hana, ágallar sem aldrei gátu haft áhrif á niðurstöðuna, þá hljóta dómarar enn fremur að dæma þessa kosningu ógilda. A.m.k. í norð-vestur kjördæmi. Ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér.
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.10.2021 kl. 14:15
Yfirklór og eftiráskýring.
Þessir yfirkjörstjórnarmenn eru búnir að grafa sér svo djúpa gröf að þeir ná ekki einu sinni að koma moldinni upp á grafarbakkann.
SH (IP-tala skráð) 22.10.2021 kl. 15:21
"Samtímis hefur heyrst, að dyrnar hafi ekki verið læstar."
Ekki bara heyrst, heldur leiddi lögreglurannsókn í ljós að vængjahurð milli salarins og starfsmannarýmis var ólæst því það er enginn læsing á henni, og aðrar dyr sem liggja út í port á bakvið húsið voru látnar standa opnar um nóttina "til að lofta út". Bakdyrainngangurinn er utan sjónsviðs myndavéla svo tæknilega hefði einhver utanaðkomandi getað komist óséður þá leið beint inn í salinn að óinnsigluðum atkvæðum.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2021 kl. 15:27
Sæll Ómar.
Það er óhemjuleiðinlegt verk að taka gröf
og sérstaklega þegar leirinn einn er fyrir
sem steypa.
Með því að fá sér duglega neðaníþví en vera
samt búinn að stemma af gröfina að hún standist öll mál
er samt hægt að yfirgefa slíkan stað sáttur í sinni.
Húsari. (IP-tala skráð) 22.10.2021 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.