Vonandi ekki sápuópera eða leðjuslagur í talningarmálinuú

Á fyrstu stigum talningarmálsins í Borgarnesi á dögunum virtust flest atriði benda til þess að hægt væri að komast að sæmilegri niðurstöðu sem byggðist á staðreyndum, sem kæmu fram í rannsókn þess og málarekstrinu. 

Nú eru að vera liðnar fjórar vikur frá kosningunum og því miður er kominn eins konar sápuóperu- eða leðjuslagskeimur af ýmsu. 

Svo sem misvísandi álit deiluaðila á því hvort kjörgögnin hafi verið sýnileg á vefmyndavélum allan tímann þannig að hægt sé að skoða það eftir á með óyggjandi hætti hvort einhver hafi komist í tæri við þau. 

Nú ber mönnum ekki einu sinni saman um það, að enda þótt ekki væri farið eftir ákvæðum um að innsigla kjörkassana, hafi í einu ög öllu verið farið að lögum.  

Málið stefnir stöðugt í þá átt að verða æ einstæðara, enda hefur verið nefnt í því samhengi, að líkurnar á því að hið dæmalausa og umfangsmikla dómínófyrirbrigði færi í gang væru einhverjar þær einstæðustu sem gætu átt sér stað. 


mbl.is Ingi svarar: Órökstuddar aðdróttanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjörgögnin voru utan sjónsviðs myndavélanna eins og sést vel á þeim upptökum sem liggja fyrir í málinu. Ekkert er óljóst við það.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2021 kl. 22:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Spurningin um það hvort tæknilega hafi verið hægt fyrir einhvern að fara inn í salinn að kjörgögnunum án þess að það kæmi inn í sjónsvið vélanna er grundvallar spurning, ekki satt?

Ómar Ragnarsson, 22.10.2021 kl. 00:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tæknilega var það hægt, en ekki virðist vera hægt að sanna að það hafi raunverulega verið gert og þar stendur hnífurinn í kúnni.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2021 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband