22.10.2021 | 21:15
Flug með loftbelg sem farþegi í opinni körfu er engu líkt.
Síðuhafi hefur reynt fyrir sér í mörgum tegundum flugs og prófað að fljúga mjög misstórum og ólíkum loftförum.
Fyrsta flugið var sem sjö ára farþegi um borð í fjögurra sæta sjóflugvél af gerðinni Republik Seebee í útsýnisflugi yfir Reykjavík, og tuttugu árum síðar var komið að því að fljúga henni sjálfur og æfa vatnalendingar á Þingvallavatni til að öðlast réttindi til að fljúga svona vélum.
1970 komu síðan réttindi til að fljúga svifflugum og draga þær.
Fjörtíu árum eftir þetta var farið óvenjulegt ótsýnisflug í stjórnklefa Boeing 757 með 177 farþega yfir Kverkfjöll og leiðina þaðan til Egilsstaða.
Var gert aðflug að Sauðárflugvelli í leiðinni!
Það flug var nokkurn veginn eins ólíkt því að fljúga einn á eins manns flygidli, Skaftinu, um allt land á vetri og sumri.
Fallhlífarstökk bættist við 1991, og þar var minnisverðasta augnablikið þegar frjálst fall með tilheyrandi lofthvin, breyttist í svif á opinni fallhlífinni, hljóðlaust með öllu.
Þessi síðari hluti fallhlífarflugsins var mjög keimlíkt flug og flug um borð í opinni körfu á loftbelg var 1986, algerlega hljóðlaust í logni frá Reykjavíkurflugvelli yfir Hlíðahverfi, háaleitishverfi og austur eftir öllu Fossvogshverfi, nokkra metra ofan við fólkið, sem sólaði sig á svölunum.
Svo hljóðlaust var þetta flug, að hægt var að tala í rólegheitum við fólkið alla leiðina inn í Blesugróf, þar sem var lent.
Ef velja mætti eitthvert af ofangreindum flugferðum, yrði loftbelgsflugið líklega fyrir valinu, ekki síst fyrir þá sök, að réttum tíu árum fyrr hafði verið farið sem farþegi í svipuðum loftbelg í gersamlega mislukkuðu flugi á Álftanesi, hangið á höndunum meðan á körfunni!
En á góðum góðum veðurdegi er hið hljóðlausa flug í opnum loftbelg óviðjafnanlegt, og er synd að ekki hafi verið boðið oftar upp á slíkt hér á landi.
Birkir heimsótti vinsælan Instagram-stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar. Þann 17. júlí, 1987, var flugdagur á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók. Þar voru nokkrir fallhlífastökkvarar úr FKA og FKR og þar á meðal undirritaður. Frá Bretlandi voru tveir loftbelgsflugmenn með heitaloftsbelg og mér bauðst far með þeim upp í loftin blá. Við flugum hljóðlaust yfir Hegranesið og í 5000 feta hæð kvaddi ég þá félaga og stökk út úr körfunni. Ég lenti á túni einhvers staðar og kýrnar hættu að bíta og litu upp aldeilis forviða. Satt er það, flug í loftbelg er ógleymanlegt.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 23.10.2021 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.