Vanda þarf til boða og banna þegar eldgos verða.

Í eldgosum síðari ára hefur yfirleitt verið vel staðið að boðum og bönnum til þess að minnka hættu. Þó má nefna nokkur dæmi um misbrest á þessu hvað snertir það að fara offæri eða ofmeta hættuna. 

Skulu þrjú dæmi nefnd og látin nægja.

Eitt þeirra hefur áður verið til umfjöllunar hér á síðunni, þegar nota átti tölvu í London til þess að loka báðum alþjóðaflugvöllunum við Faxaflóa í Grímsvatnagosinu 2011. 

Sem betur fór tókst að koma viti fyrir þá erlendu aðila, sem ætluðu sér þetta, var þessi lausn fundin  í krafti snjallrar og sáraeinfaldrar uppfinningar Jónasar Elíassonar við að mæla öskumagn í lofti á lítilli eins hreyfils flugvél Sverris Þóroddssonar. 

1. maí var sett á flugbann á allt flug austur fyrir Þjórsá í Eyjafjallajökulsgosinu þótt allar vindmælingar sýndu minnst 35 hnúta vind Í HINA ÁTTINA, sem feykti allri ösku úr gosinu í austurátt í burt frá Suðurlandsundirlendinu. !  

Síðsumars 2014 var öllu svæðinu norðaustan Vatnajökuls lokað fyrir umferð á landi í þær þrjár vikur sumarsins sem veðrið var best til ferðalaga. 

Komast hefði auðveldlega hjá svo víðtækri lokun með því að skoða einfaldlega mögulega rennslisleið hugsanlegs hamfarahlaups, sem aldrei kom, en gert var ráð fyrir því að það gæti klifrað upp mörg hundruð metra háa fjallgarða!  


mbl.is Fólkið helsti óvissuþátturinn þegar eldgos verða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband