28.10.2021 | 09:14
Íslenskt nútíma afbrigði af Ghettó?
Það væri líklaega bæði of mikil alhæfing fólgin í því og vanvirðing við þá, sem hafa búið erlendis í svonefndum ghettóum, og líkja 5-7 þúsund manna íslenskri búsetu í atvinnuhúsnæði eða óhæfu húsnæði við þessi erlendu hverfi.
Þó sást glytta í þetta í brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem íslensk regluverk virist ekki geta komið böndum á stóralvarlegt ófremdarástand, heldur dúkka upp jafnvel verri hliðstæður annars staðar í borginni að sögn talsmanna slökkviðliðsins.
Um miðja síðustu öld voru braggahverfin ígildi fátækrahverfa í löndum vanþróaðra þjóða, og vitanlega voru braggarnir afar misjafnir, allt frá óhæfum skriflum upp í bragga sem vel var við haldið.
Síðuhafi minnist fyrirmyndar hjóna, sem komu undir sig fótunum í upphafi með því að búa í góðum bragga og endurbæta hann eftir föngum þangað til þau höfðu af fádæma dugnaði og elju komist í álnir og orðið ríkt fólk, sem gat búið í eins ríkulegu húsnæði og hugsast gat ef þau bara vildu það.
Þau gleymdu samt aldrei uppruna sínum og því hvar þau höfðu brotist úr fátækt með elju, reglusemi og dugnaði og voru stolt af sínum ferli.
5-7 þúsund búi í atvinnuhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.