"Ef Messi og Ronaldo byrja að dala..."

Dæmin um það hvernig einstaklingar geta rifið heilar íþróttagreinar upp í vinsældum á heimsvísu eru mörg. 

Jack Dempsey varð með ferli sínum sem hnefaleikari fyrsti íþróttamaðurinn til þess að ná jafn mikilli frægð, áhrifum og ríkidæmi og helstu kvikmyndastjörnur og poppstjörnur seinni tíma; enn er minnisstætt hvaða áhrif Michael Jordan hafði á körfuboltann og Ali á hnefaleikana, og nöfn eins og Messi og Ronaldo með glæsitilþrif og gullskó í bak og fyrir hafa verið í miðju fjárhagslegra umsvifa og veldis vinsælustu íþróttagrtreinar heims. 

"Enginn er betri en Salah" er yfirskrift umfjöllunar á mbl.is og þegar Ronaldo og Messi nálgast lokasprettinn á ferli sínum er gott að vita af því að Salah er enn á uppleið, þótt hann sé kominn um þrítugt. 

Meðan Salah heldur áfram að sækja sig, er gott að vita af því, sem orða má í vísu: 

 

Ef topparnir geta´ekki baun í bala, 

og basla við ferlið á hæsta skala; 

er magnað að vita af meistara Salah 

ef Messi og Ronaldo byrja að dala.  


mbl.is Enginn betri en Salah (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband