3.11.2021 | 10:57
Stjórnarskráin setur ekki tímamörk á flokkaskipti.
Ein helsta röksemd þeirra, sem kært hafa vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk er sú, þau hafi gerst á methraða miðað við fyrri vistaskipti þingmanna.
Það kann að vera rétt útaf fyrir sig, en sé svo, hvar á þá að draga tímamörkin?
Ekki er að sjá að neitt sé sagt fyrir um það í stjórnarskránni varðandi það efnisatriði hennar að þingmenn séu einungis bundnir eigin sannfæringu og mati í þeim efnum.
Umrætt ákvæði er sett af gildum ástæðum til þess að koma í veg fyrir að utanaðkomandi öfl geti fyrirfram bundið hendur þingmanna.
Þetta umræðuefni kom upp fyrir kosningarnar 2009 þegar Borgarahreyfingin var stofnuð.
Á undirbúningsfundi sem samþykkti stefnuskrá flokksins var ákvæði um það, að allir frambjóðendur flokksins skyldu skuldbinda sig fyrirfram til þess að hlýða vilja flokksins í einu og öllu ef þeir yrðu kosnir á þing.
Áður en þetta var samþykkt kom fram ábending um það, að svona ákvæði stangaðist á við stjórnarskrána og þann eið, sem þingmenn ynnu þegar þeir tækju við starfi sem þingmenn, þegar þeir ynnu eið að stjórnarskránni, sem kvæði á um það að þeir væru í starfi aðeins bundnir af eigin sannfæringu.
Var minnt á það að frá fjórða áratug síðustu aldar hefði í Þýskalandi verið lögfest, að menn þyrftu að vinna eið að skilyrðislausri hollustu við leiðtga landsins, "Foringjann", og að það hefði ekki gefist vel og því aldrei verið sett í lög að nýju.
Á undirbúningsfundi Borgaraflokksins voru þessi rök látin nægja fyrir því að falla frá hugmyndinni um eiðsvarna hollustu í hvívetna við stefnu flokksins.
Birgir vísar í stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Flestum blæðir í augum í hvert eitt sinn
sem mannskepnan bíður herfilegan ósigur
fyrir sjálfri sér, - og hefur að sjálfsögðu ekkert meðstjórnarskrá að gera.
Húsari. (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.