Á síðasta áratug aldarinnar, sem leið, fóru sjónir danskra vísindamanna að beinast að hættu úr óvæntri átt ef hlýnandi loftslag hrinti af stað keðjuverkun í straumakerfi Norður-Atlantshafi sem komið gæti á staðbundinni og aftdrifaríkri kólnun veðurfars í Norður-Evrópu, nokkurs konar lítilli ísöld.
Þetta helgast af því að nyrsti hluti Golfstraumsins er hluti af hringrásarakeðju hafstrauma sem hlykkjast bæði um Norður-Atlantshaf, Suður-Atlantshaf og Indlandshaf.
Golfstraumurinn, sem viðheldur miklu hlýrra loftslagi á Norður-Atlantshafi og í Norður-Evrópu en hnattstaðan segir til um.
Nyrst í Atlantshafi gerist það að hinn salti og þungi Golfstraumur sekkur niður og streymir neðarlega í djúpinu til baka í suðurátt sem hluti af því, sem Danirnir kölluðu "hið kalda hjarta hafanna."
Dönsku vísindamennirnir setta fram þá tilgátu, að það gerist að gríðarlegt magn af nýbráðnuðum ís streymdi frá Grændlandi út á Atlantshaf, yrði þetta ferska leysingavatn léttara en Golfstraumurinn og leggðist því yfir hann með þeim afleiðingum að hann sykki fyrr en hann gerir nú á norðurleið sinni.
Þetta gæti valdið þeirri kólnun í veðurfari, að það gæti haft víðtæk áhrif og valdið miklu tjóni á efnahag Bretlandseyja og Norðurlandanna.
Um málið var gerður danskur sjónvarpsþáttur sem bar heitið "Hið kalda hjarta hafanna" og í framhaldi af því fengið leyfi fyrir því að gera hann að þungamiðju í íslenskum þætti um málið.
Bæði þáverandi forsætisráðherra og einnig þáverandi nýkjörinn forseti Íslands gerðu efni þessa sjónvarpsþáttar að umtalsefni í nýjársávörpum sínum 1997 og voru algerlega ósammála um efni hans.
Davíð Oddsson sagði að "skrattinn væri lélegt veggskraut" en Ólafur Ragnar tók undir aðvörunarorð Dananna um hættuna á nýrri ísöld.
Sú aðvörun byggist á því að það sé í hæsta lagi óráðlegt fyrir mannkynið að standa fyrir stórfelldu fikti með jafn áríðandi fyrirbæri og náttúru jarðarinnar og veðurfar.
Mikil bráðnun á Grænlandi eykur flóðahættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.