Íslenska loftslagsbókhaldið eitt af mörgum dæmum um "grænþvottinn".

Orðið "grænþvottur" hefur komist á kreik í sambandi við COP-26 sem tákn fyrir hið flókna og að mörgu leyti óskiljanlega bókhaldskerfi, sem þjoðir heims leggja stund á til að hagræða hlutum sér í vil. 

Í hitteðfyrra hlaut það aðhlátur, að í evrópska loftslagsbókhaldinu fælist að Ísland framleiddi megnið af orku sinni með kjarnorku og mengandi orkugjöfum, en það fylgdi líka sögunni að þetta gerði ekkert til fyrir orðstír landsins, því að allir vissu að í raun væri orkuframleiðsla Íslendinga 100 prósent hrein og endurnýjanleg orka.

Í pistli í gær hér á síðunni var rakið hvernig með stanslausri síbylju þetta 100 prósent tala er lamin inn í hausinn á hverjum einasta útlendingi af öllum stigum, þótt talan 60 til 70 prósent væri nærri lagi. 


mbl.is Greta Thunberg segir COP26 eitt stórt klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er það ekki ," Grænþvottur" Ómar , að tala um að gufuafl séu ekki endurnýjanleg orka. Þessi orka mun sennilega endast í árhundruð að minnsta kosti og þá verður komin fyrir löngu nýjir orkugjafar sem munu taka við raforkuframleiðslunni. Að tala um óendurnýjanlega ( held það heiti reyndar óendurnýtanlegt)orku í þessu sambandi er álíka heimskt og segja að við framleiðum rafmagn með kjarnorku.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 6.11.2021 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband