6.11.2021 | 17:38
Einhver myndrænasta minnkun jökuls á Íslandi.
Á loftmynd Þorsteins Þorsteinssonar af Múajökli í viðtengdri frétt á mbl.is af skriðjökli sem gengur suður úr Hofsjökli, er tæplega helmingur myndflatarins marauður grunnur jökulsins eins og hann var áður en hann byrjaði að hopa og lækka.
Vegna þess hve Múlajökull er og hefur ætíð verið afar fallegur séður úr lofti, fyrir sakir einstaklega fagurlega lagaðrar og bogadregnar jökulrandar,
Vel hefur sést móta fyrir upprunalegrr stöðu jökulsins áður en hann byrjaði að hörfa og liggur sú lína á boga þvert yfir neðsta hluta myndarinnar.
Múlajökull er afar afskekktur og þvi miður fáir sem þekkja sögu hans. Þess vegna er Sólheimajökull þekktari en hann.
Síðuhafi hefur átt flugleið yfir þennan jökul mörgum sinnum árlega í sextíu ár, og í enn fleiri ár yfir Breiðamerkurjökul þar sem áhrif loftslagshlýnunar hafa orðið enn meiri, raunar tröllslegar á alla lund.
Í ferð með ömmu á æskuslóðir hennar í Svínafelli í Öræfum árið 1985, en hún hafði alist þar upp frá árinu 1903 og 80 árum síðar lýsti hún því skilmerkilega hve langt Svínafellsjökull hefði náð fram í hennar ungdæmi og hve ótrúlega mikið hann hefði rýrnað.
Minnkun jöklanna hefur orðið enn meiri í kílómetrum talið á Grænlandi fyrir austan Illulissat / Jakobshavn.
Ofangreindir jöklar eru nefndir hér, vegna þess að hér á landi er harðsnúinn hópur manna, sem ýmist véfengir að jöklarnir minnki eða bæta í og tala um að allt tal um rýrnun þeirra séu blekkingar og bull og jafnvel notaðar falsaðar myndir og mælingar.
Einn þeirra skrifaði grein um þessa kulnun nú nýlega í Morgunblaðið og annar hélt því fram í hitteðfyrra að ljósmyndir frá Grænlandi sýndu, að jökullinn þar væri ekki að hopa og búinn að hopa á annað hundrað kílómetra, heldur væri hann að sækja fram¨!
Hofsjökull hefur rýrnað mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er eitthvað óeðlileg við að jöklar hörfi i fyrra horf eftir að litlu ísöld lauk. Er ekki óeðlilegt að miða kjörhitastig jarðar við hitastig í enda litlu ísaldar. Hefur andrums loft jarðar alltaf hlýnað með sama hraða eftir kuldaskeið?
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.11.2021 kl. 18:58
Það verður að miða við núverandi samsetningu byggðar og mannvirkja á jörðinni þegar menn meta áhrif loftslagsbreytinga, því að það er kostnaðurinn vegna breytinga í því efni sem við stöndum frammi fyrir en ekki einhverju völdu ástandi fyrir þúsund árum eða milljónum ára.
Ómar Ragnarsson, 6.11.2021 kl. 20:16
Var reiknað með bráðnun jökla þegar ráðist var í þéttingu byggðar í miðborginni?
Hörður Þormar, 6.11.2021 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.