Villta vestrið með hin mörgu "heilögu vé" Bandaríkjanna.

Það sem fólk hér á kannast við undir heitinu "villta vestrið" felst fyrst og fremst í friðuðum svæðum og þjóðgörðum, sem Bandaríkja skilgreina sem "heilög vé" lands síns, sem þyrmt verði um aldur og ævi við því, sem virðist um þessar mundir vera efst í huga okkar Íslendinga, að efna til hvers kyns mannvirkjagerðar í þágu áframhaldandi svölunar á orkuþorsta mannkynsins. 

Að vísu má sjá einstaka virkjanir á þessu stórkostlega þjoðgarðasvæði, svo sem Glen Canyon virkjunina, Hoover stífluna og Flaming gorge,  en tími slíkra virkjana leið undir lok fyrir hálfri öld. 

Tímamót urðu í kringum 1970 þegar til stóð að taka stóran hlut af svonefndu Marmaragljúfri, sem er í raun efsti hluti Miklagljúfurs, reisa þar stóra stíflu með 80 kílómetra löngu miðlunarlóni og virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. 

En við þetta hætt og sömuleiðis er fyrir löngu er ákveðið að ekki verði snert við neinum af tíu þúsund hverum í Yellowstone og þar að auki engar boranir leyfðar á svæði í kringum þjóðgarðinn, Great Yellowstone, sem er á stærð við Ísland. 

Umræðan á Íslandi um þessi mál er á svipuðu stigi hér á landi og hún var fyrir 1960 í Bandaríkjunum, og má til dæmis fræðast um það í bókinni Cadillac desert eftir Marc Reisner. 


mbl.is Nú getur þú skoðað Villta vestrið úti á Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband