17.11.2021 | 22:16
Danir ræða um sex til sjöfalda slysatíðni á skútum miðað við reiðhjól.
Í Danmörku hefur í meira en öld ríkt mikil og góð umferðarmenning varðandi notkun reiðhjóla.
Með tilkomu rafknúinna reiðhjóla hefur þessum fararskjótum fjölgað mikið þar í landi.
Rafskúturnar eru hrein viðbót við þennan rafknúna flota samgöngutækja, en ef marka má umræður sem Birgir Þór Bragason hefur greint frá á facebook, er slysatíðni á skútunum mun meiri en á reiðhjólunum, þetta sex til sjö sinnum hærri.
Birgir Þór telur að taka þurfi upp stóraukið eftirlit með skútunum og er á sama máli og síðuhafi, að fólk sem notar vélknuin hjól, eigi að búa sig jafnvel á öllum stærðum þeirra, allt frá rafskútum upp í léttbifhjól, svo sem með notkun hlífðarhjálma og hlífa fyrir fætur og handleggi.
Hinn mikli munur á slysatíðni í Danmörku kann að stafa af þróaðri umferðarmenningu á reiðhjólum annars vegar og nýbreytninni, sem felst í notkun á rafskútunum.
Einnig eru hjólin svo lítil á flestum rafskútunum, að það býður upp á viðbótar hættu á ósléttum og grófum akstursleiðum þeirra.
Þær liggja víða um aðrar slóðir en farnar eru á stærri hjólum.
Á stórum svæðum í borginni skortir á að hægt sé að aka þeim upp á gangstéttir og annars staðar lenda þær inni í hraðri bílaumferð eða á of grófum gangstéttum eða hjólastígum.
Síðan er að fjólga eins konar millistigshjólum, sem hafa aðeins 25 km/klst hámarkshraða, en eru þyngri, kraftmeiri og með stærri rafhlöðu rafreiðhjólinn og minni hjól en vespuhjól.
Þrátt fyrir allt ekki há slysatíðni vegna rafskúta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.