Orðið "túristagos" var fyrst notað 1970 og hefur dugað vel.

Snemmsumars 1970 hófst gos í svonefndum Skjólkvíum utan í Heklu, sem þótti koma mjög óvænt, því að Hekla átti sér langa sögu um stórgos, sem komu á allt að aldar fresti, en 1970 voru aðeins 27 ár liðin frá síðasta Heklugosi, sem var stórgos af gömlu gerðinni. 

Öskufall í upphafi gossins barst til norðvesturs yfir Þjórsárdal, en olli einna mestum búsifjum fjær, norður í Húnavanssýslu, þar sem eitrað loft frá Heklu olli veikindum í kvikfénaði. 

En að flestu öðru leyti voru áhrif gossins 1970 að mestu leyti jákvæð, einkum fyrir ferðaþjónustuna. 

Í umræðum um gosið var farið að nota orðið "túristagos" um það fyrirbæri, að þarna var afar aðgengilegt gos með möguleika fyrir venjulega bíla til ferðalaga að gosstöðvunum. 

Uppgangur í ferðaþjónustunni ásamt fleiri atriðum urðu til góðra áhrifa á þjóðarhag um sinn. 

Síðan 1970 hafa komið gos sem kalla má túristagos, og gosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum, sem ollu miklu tjóni af mörgu tagi, bæði hér á landi og um allan heim, urðu hreinlega til þess að nafn Íslands varð alþekkt um allan heim og skópu fordæmalaust góðæri hér á landi fyrir sagkir margfaldrar ferðaþjónustu fram að covid. 

Eldgosið í Geldingadölum hefur komið eins og hvalreki sem túristagos en þakka má fyrir, enn  sem komið er, að aukin eldvirkni og hugsanlega eldvirknisaldir á Reykjanesskaga hafa enn ekki valdið þeim miklu búsifjum, sem slíkt gæti valdið, ef það gerðist á óhagstæðari stað. 


mbl.is Eldgosið naut gríðarlegrar athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband