5000 megavatta vindorkugarða eins og skot!

Í útvarpsviðtali við Hafstein Helgason fyrir nokkrum dögum sagði hann að drífa þyrfti í því að vindorkubæða Ísland og byrja strax á 5000 megavatta afli, en til samanburðar er afl allra íslenskra vatnsafls- og gufuaflsvirkjana landsins nú um 2200 megavött og aflið, sem íslensk heimili og fyrirtæki nota, um 400 megavött. 

Verði drifið í þessari vindorkugarðabyltingu verður niðurstaðan sú hið fyrsta, að við framleiðum um það bil 15 sinnum meiri raforku en við þurfum til íslenskra heimila og fyrirtækja. Eftir sem áður þó væntanlega ævinlega sagt, að þetta sé gert til að auka afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. 

Áhugi Norðmanna á vindorkugörðum á landi hefur minnkað, og sækja þeir nú frekar út á sjóinn. 

Því veldur verri reynsla af vindorkugörðunum  uppi á landi, svo sem vegna fugladráps, hávaða og sjónmengunar. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra upplýsti í dag að skoðaður væri sá möguleiki að hafa risa vindorkugarð eða garða úti á hafi hér við land, til dæmis við suðausturland. 

Hin allt að 200 metra háu möstur myndu að vísu keppa um athygli og útsýni við einstæða jöklasýn á þessum slóðum inn til landsins, en slíkir smámunir nunu varla vefjast fyrir mönnum þar frekar en fyrirhugaðir vindorkugarðar við Búðardal, á Laxárdalsheiði og við Garpsdal í Dalasýslu.  

Vindorkan er greinilega á leiðinni ef marka má það, að meðal kaupenda jarðanna undir þær vestra eru jafnvel ráðherrar, fyrrverandi og núverandi. 


mbl.is Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega mikill vilji til að drepa fugla í stórum stíl þá sérstaklega erni.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 11:23

2 identicon

Kjaftæði Ómar.

Tíminn vinnur með Íslendingum ef tilgangurinn er sá að halda orkuauðlindum í eigu þjóðarinnar sem rekstraeining í eigu þjóðarinnar, ekki eitthvað einkavæðingarleigu húmbúkk.

Straumhvörf í tækni vetnis eldsneytis eru að eiga sér stað.

Og tíminn er að falla á þá sem vilja arðræna þjóðina.

https://www.youtube.com/watch?v=brEm4mEizns&ab_channel=EforElectric

Svo eru aðrir möguleikar.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 19.11.2021 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband