Tregðan gegn notkun bílbelta hefur kostað tugi mannslífa hér á landi.

Tregðan gegn notkun bílbelta hér á landi olli óþarfa seinkun á því að þau yrðu notuð sem skyldi og rannsóknir hefa sýnt að árum saman kostaði þetta andóf 4-5 mannslíd að meðaltali á hverju ári. 

Andófið náði inn á Alþingi í líki undanþága á borð við að á bröttum fjallvegum væri heimilt að vera ekki í beltum vegna séríslenskra aðstæðna. 

Rökin voru viðundur í augum umferðarsérfræðinga erlendis, en hjá Íslendingum lutu þau að því að það væri betra fyrir ökumenn í slíkum aðstæðum að geta opnað dyrnar og kasta sér út til að bjarga lífinu. 

En það að kastast út úr bílum sem velta er sannanlega algengasta orsökin í banaslysunum, sem verða vegna bílbeltaleysis. 

Þetta kemur fram í viðtengdri frétt á mbl.is og á Ólafsfjarðarvegi á sínum tíma kostaði slíkt einnig mannslíf. 

Og brattir fjallvegir eru ekkert "séríslenskt" fyrirbæri. 

Hlífðarpúðar, sem blasa upp i bílum við í árekstrum og veltum auk annarra krafna, svo sem frá evrópsku stofnuninni NCAP, á langstærsta þátt í fækkun alvarlegar slysa hér á landi, en hönnuðir og framleiðendur slíks búnaðar segja, að notkun bílbelta öllum stundum sé forsenda fyrir því að annar öryggisbúnaður bíla virki. 

Eitt lítið dæmi úr ferli síðuhafa. Á rallakstursárunum var keppt í fjögurra punkta beltum í stað þriggja í almennri umferð. 

Eftir þriggja sólarhringa samfelldan akstur í lengsta rallinu, var tilfinnanlega fundið fyrir því þegar farið var yfir í hversdagsakstur með þriggja punkta belti dagana á eftir hve miklu munaði um að fækka festingum beltanna; tilfinningin var sterk öryggisleysistilfinning.   


mbl.is Ekki í belti og aðkoman hræðileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega rétt. Annað mál. Bil milli bíla á hraðbrautum er í vaxandi mæli algjörlega óviðunandi og stórhættulega lítið í mörgum tilfellum. Afleiðingarnar koma reglulega fram í fréttum. Þjóðþrifaverk væri að skerpa duglega á þessu þegar dimmasti ársins fer í hönd, með slæmu útsýni og jólastressi.

 

Gott í bili!

Þjóðólfur á Akbraut

 

Ítarefni:

Rykfallin (8 ára!) áminning frá lögreglunni:

https://www.logreglan.is/aftanakeyrslur-%C2%96-hvad-er-til-rada/

 

 

 t og rétt. Annað mál er bil milli bíla á hraðbrautum er í vaxandi mæli algjörlega óviðunandi og stórhættulega lítið í mörgum tilfellum. Afleiðingarnar koma reglulega fram í fréttum. Þjóðþrifaverk væri að skerpa duglega á þessu þegar dimmasti ársins fer í hönd, með slæmu útsýni og jólastressi.

 

Gott í bili,

Þjóðólfur á Akbraut

 

Ítarefni:

Rykfallin (8 ára!) áminning frá lögreglunni:

 

 

 

 

Þjóðólfur á Akbraut (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband