Ameríkusnobbið teygt upp í lengstu hátíð ársins, fimm Black Friday í röð?

Maður hélt nú að Ameríkusnobbið sem falist hefur í því að hafa tvo ameríska hátíðisdaga í hávegum hér á landi, Black Friday og Cyber Monday, í tilefni af atburði á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur öldum, sem kom okkur Íslendingum ekkert við, væri búið að ná hámarki. 

En nú er hafið harðsnúin auglýsingaherferð hjá hópi kaupahéðna þar sem því er lýst yfir að á sviði verslunar sé gengin í garð lengsta og mesta hátíðin hér á landi, fimm Black Friday í röð! 

Og hátíðin verður sem fyrr teygð fram á næsta mánudag, Cyber Mondday og dagarnir alls sex. 

Minna má það nú ekki vera¨!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm... er cyber monday hátíðisdagur? Hvaða sögulegum atburði er hann þá tengdur?

Hvorugur dagurinn er reyndar sérstakur hátíðisdagur heldur verslunardagar tengdir Thanksgiving. Útsala.

Black friday á uppruna sinn í áhyggjum lögreglunnar forðum yfir mikilli bílatraffík yfir tengdri thanksgiving. Enginn sérstakur viðburður þar að baki.

Þetta er einskonar rýmingarsala verslunargeirans fyrir Jólin. Við höfum okkar útsölur líka, mest eftir Jól þó.

Gaman að þetta skuli klappa kommanum í þér svona öfugt.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2021 kl. 12:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það voru nú reyndar kínverskir kaupahéðnar, sem hafa verið taldir upphafsmenn að búa til sérstakan alheims netsöludag mánudaginn næsta á eftir fössaranum, sem nú stefnir í að verða "fössaravika."

Ómar Ragnarsson, 23.11.2021 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband