25.11.2021 | 00:52
Að vera sjúklingur á bráðadeild er sláandi reynsla.
Vandinn á bráðadeild Landsspitalans hefur verið til umræðu meira og ninna í sjö ár hið minnsta.
Fyrir fimm árum höguðu atvikin þannig til að síðuhafi lenti í þremur beinbrotsslysum á þremur árum, sem þörfnuðust innlagnar á bráðadeild með endurkomum.
Um það leyti sem fyrsta slysið var fullyrti "kunnáttumaður" í Kastljósi að ekkert væri að á bráðadeild og þetta væri aðeins væl, leikaraskapur og tilbúningur hjá starfsfólkinu.
Heimsóknir mínar á þessum árum sögðu allt aðra og raunverulegri sögu, sem ekki hefði birst svona skýr nema fyrir þá nánd við ófremdarástandið sem sannanlega er enginn leikaraskapur, heldur er ástandið í heild auðsjánlega með þá undirrót að spítalinn hefur verið sveltur lungann af þessari öld, og slíkt svelti safnast upp og verður ekki fjarlægt með því að smelle fingri.
Bjóða frægu fólki í heimsókn á Covid-deildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég lenti í tjóni á öxl 2019. Ég þurfti að fara tvær ferðir og bíða í samtals 7 kl tíma eftir greiningu á Ls. Læknirinn sem greindi mig var Útlendingur sem talað ekki íslensku. honum var greinileg létt þegar hann fann að hann gat talað ensku við mig. Hann sýndi mér á myndum hvernig skálin fyrir handleggsbeinið í vinstri öxl var brotin og mælti með aðgerð strax. þau sem gátu gert þetta á Ls væru í fríi og hann vildi fá að vísa mér á Einkastofu í borginni. Ég spurði þá hvor hann teldi þessi stofa væri fær um að leysa þetta jafn vel.
Svarið. ..... Yes, You are lucky..... og kinkaði kolli
Guðmundur Jónsson, 25.11.2021 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.