Stærri hlaup eðlileg og fyrirsjáanleg þróun?

Fyrir hamfarahlaupið mikla 1996 komu stór Skeiðarárhlaup með reglulegu millibili úr Grímsvötnum sem afleiðing af Gjálpargosinu fyrir norðan vötnin, sem bræddi gríðarlega mikinn ís og hann barst í vötnin, og það gríðarflóð losaði svo mikið um útfallið að það varð að mesta hamfararhlaupi hér á landi síðan í Kötlugosinu 1918. 

Eftir hið mikla rask af völdum hamfarahlaupsins hafa hlaup úr Grímsvötnum á meðan jökullinn hefur verið að sækja rólega í fyrra far. 

Nú virðist það vera að gerast að aðstæður við útfallið úr Grímsvötnum við austanvert Grímsfjall séu að líkjast því sem áður var og að mjög stórt hlaup sé að bresta á. 

Um miðja síðustu óld fóru jarðfræðingar að velta vöngum yfir því að atburðarás hamfara á þessu svæði gæti verið á tvennan hátt; fyrst eldgos og síðan hlaup af þess völdum, en einnig var sú tilgáta sett fram að hlaup geti vegna léttingar jökulsins í hlaupinu, kallað fram eldgos. 


mbl.is Vatnshæðin miklu meiri en fyrir síðustu hlaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband