26.11.2021 | 21:27
Átti "það var hægt að svindla" ekki líka við í fyrri kosningum?
Strax í upphafi talningamálsins í Borgarnesi kom fram að svipaðar aðstæður hefðu verið í fyrri kosningum við talningar, ekki innsiglað en atkvæðakassarnir gleymdir í læstu rými.
Ein helstu rökin sem færð hafa verið fram fyrir því að svo mikil líkindi séu fyrir því að stunda kosningasvindl um daginn, að reikna verði með því að það hafi verið gert.
"Það var hægt að svindla", er sagt.
En hvað um fyrri kosningar. Verður að gera ráð fyrir því að þá hafi verið svindlað?
Og hvað með hið forna meginatriði réttarfars, að allur vafi skuli túlka sakborningi í vil.
Í umræðunni í talningamálinu hefur verið sögð setningin að "lýðræðið skuli njóta vafans."
En lýðræðið er bara ekki sakborningur í málinu.
Athugasemdir
Það að svona hafi framkvæmdin verið í mörg ár í norðvestur róar mig persónulega bara ekkert, heldur málar það enn svartari mynd af alvarleika þessa máls. Og varðandi vafa þá þykir mér slíkur vafi algjörlega óásættanlegur í grunnstoð lýðræðisins sem kosningar eru. Þá er sjálfsagt að einmitt láta lýðræðið njóta vafans svo hægt sé að fá fram ásættanlegri vinnubrögð við framkvæmd kosninga en eru og hafa verið stunduð um árabil í norðvestur.
Sveinn Flóki (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.