Um áratuga skeið á síðustu öld var það hefð hjá Alþýðuflokknum að fara ekki í stjórn nema fá félagsmálaráðuneytið í sinn hlut. Svipað gilti hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi dómsmálaráðuneytið.
Fylgistap Vinstri grænna kemur þeim nú illilega í koll við það að missa umhverfisráðuneytið einmitt núna, þegar ásókn Framsóknar og Sjalla í skefjalausan hernað gegn íslenskri náttúru hefur verið hert til muna.
Þetta kann að breyta því hve margir, sem hafa stutt aðra flokka, hafa stutt þetta stjórnarmynstur í skoðanakönnunum fram að þessu og gerbreyta vígstöðunni fyrir Vinstri græna.
Ríkisstjórnarmyndun samþykkt af öllum flokkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sértrúarsöfnuðurinn þinn er bara ekki stærri en þetta !
Þórhallur Pálsson, 27.11.2021 kl. 22:17
Já, Þórhallur. Það er nú ljóta bilunin að bera virðingu fyrir náttúru lands og
umhverfi lífsins á plánetunni.
Árni Gunnarsson, 27.11.2021 kl. 23:33
"ásókn Sjalla og Framsóknar í skefjalausan hernað gegn íslenskri náttúru..."
Það eru einmitt svona yfirdrifin og hjaralaus málflutningur sem rænir ykkur trúverðugleika Ómar. Innantómt þvaður og fordæming í stað yfirvegaðra skoðanaskipta.
Hefur þú reiknað út hvað þú ert að drulla yfir marga kjósendur með svona talsmáta?
vinnur þú fylgi með fordæmingu?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2021 kl. 08:35
Eina sem ég man eftir að síðasti umhverfisráðherra hafi gert að eigin frumkvæði var að friðlýsa eyjar hér fyrir utan Reykjavík og þar með banna kajakræðurum að taka þar kaffistopp
Grímur Kjartansson, 28.11.2021 kl. 10:27
Sæll Ómar.
Það er einkennilegt að málaflokkar
sæti nauðungarvistun einstakra flokka
og menn sjái fyrir sér rökkur og svartamyrkur
fjalli aðrir um þá, - slík hafi verið sól náðar og
miskunnar frammi fyrir lambsins stól sem borið
hafi málefnin umfaðmandi blessun og kærleika
til þessa dags en kerúbar staðið vörð um
heilagt innsiglið en englar gangandi stigann upp og ofan
er liggur inní himininn, svo aldrei skyldu óþvegnir
larfar og dusilmenni fá gengið inn í þau helgu vé hvað þá snert
saurugum lúkum þær blæjur munaðar, dýrðar og eilífs fagnaðar
hvar lofsungin er draumsýn í hásölum drottna og lúðraþytur berst af sjávarströnd til hinna hæstu fjalla en reynist þó aðeins hljómandi málmur
og hvellandi bjalla, innihaldslaus verðmiði ef ekki hneykslan
víxlaranna þegar eyrnamarkið er ekki það rétta eða hornin
tjörguð í réttum litum.
Mér býður í grun að jarðtenging þessara málaflokka
eigi eftir að stuðla að og sameina í einni órofa fylkingu
og þvert á alla flokka þá sem unna íslenskri náttúru;
umhverfis- og náttúruverndarsinnum íslenska lýðveldisins!
Og þar sem áður voru þúsund verði tugir þúsunda og
hundruð á hundruð ofan.
Nú er að falla ekki í freistni og fyllast sundurlyndi og öfund
þó Guðlaugur Þór Þórðarson sé líklegastur til að skila þessu
verkefni enda má ætla að þar sé sú einurð og málafylgja sem til þarf.
Húsari. (IP-tala skráð) 1.12.2021 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.