"Ætli maður kjósi ekki bara Framsóknarflokkinn"heilkennið.

Framsóknarflokkurinn var alla kosningabaráttuna með eitt aðal slagorð: "Að fjárfesta í fólki."

Á hárréttu augnabliki, alveg rétt fyrir kosningar komu þeim með eitthvert snjallasta kosningabragð sögunnar: "Ætli maður kjósi´ekki bara Framsóknarflokkinn". 

Það kom fram á sama tíma og kosningarnar voru að skella á og stór hluti kjósenda klóraði sér í hausnum við tilhugsunina um níu flokka í kjöri með flóknar og ítarlegar stefnuskrár, sem ómögulegt var að muna.  

Miðflokkurinn var með tíu kosningaloforð og Samfylkingin með flókinn og langan loforðalista ásamt miklum útskýringum og báðiir þessir flokkar urðu fyrir vonbrigðum; Miðflokkurinn raunar hruni. 

Flokkur fólksins blómstraði á einu stórmáli, sem auðvelt var að muna eftir. 

"Að fjárfesta í fólki" kemur beint úr kosningaloforði Framsóknar sem það fyrsta sem blasir við með nýrri útgáfu af stjórn Katrínar. 

Þegar Kárahnjúkavirkjun var í bígerð kom í ljós í skoðanakönnun að þriðjungur þeirra sem völdu Vinstri græna voru meðmæltir Kárahnjúkavirkjun. 

Og einnig, að helmingur þeirra, sem þá völdu Sjálfstæðisflokkinn, voru andvígir virkjuninni. 

Þetta þýddi, að langstærsti flokkpólítíski hópurinn meðað andstæðinga virkjunarinnar hallaðist að Sjálfstæðisflokknum, 

Þetta útskýrir hve auðvelt reynist oft að sveigja Vinstri græna til afsláttar í náttúruverndarmálum og í stjórnarskrármálinu. 

Stórlega styrkt staða Sjalla og Framsóknar, sem geta látið glytta í útskipti á samstarfsaðila ef þeir þurfi, birtist nú í því að Vinstri grænir telja sig til neydda að fórna eðlilegu flaggskipi hvers flokks, sem telur sig til græningja, umhverfisráðuneytinu.

Framsókn var í oddaaðstöðu eftir kosningarnar 2017 sem hefur styrkst enn frekar í þessum kosningum.   


mbl.is Ríkisstjórnin ætlar að fjárfesta í fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fráfarandi umhverfismálaráðherra fór offari og vildi allstaðar friðlýsa á gandreið fyrir kosningar þrátt fyrir ólík viðhorf fólksins sem bjó í nábýli við friðlýst svæði. Stuðningur við að takamarka beit á hálendi ofan við byggð og ónýtt graslönd þýðir ekki að friðlýsa eigi allt miðhálendið. Stórir þjóðgarðar og náttúruvernd þurfa áreiðanlega samtal.

Ofnýting og oftaka var áreiðanlega hluti af útreið þeirri sem VG fékk í kosningunum. Bændur eiga og hættu á að missa forræðið fari þeir offari í nýtingu á bústofni og náttúru.

Fleiri og fleiri aðhyllast fæðu sem byggist á afurðum sem koma frá fyrstu akuruppskeru. Vísindamenn vinna nú ákaft við að finna ígildi kjöts sem má vinna fá í gegnum einfaldari framleiðslu. ( Sjá vikuritið Time 15. Nóvember "Mosakjöt." ) Dýr munu því verða sem aldrei fyrr gæludýr sem nota má í keppnum og við leik. 

Sigurður Antonsson, 28.11.2021 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband