Nokkur dæmi um veiklaða stöðu Vinstrigrænna blasa við.

1. Sjallar og Framsókn geta myndað þriggja flokka stjórn með öðrum en Vg.  

2. Hlutfallsleg völd Vinstri grænna í ríkisstjórn og stjórnkerfinu miðað við samstarfsflokkana minnka. ss

3. Þingmönnum Vinstri grænna hefur fækkað.

4. Vinstri grænir missa umhverfismálaráðuneytið, en það ráðuneyti er keppikefli allra græningja. 

5. Hálendisþjóðgarðsmálinu er að mestu stútað í takt við þau ummæli að því aðeins sé hægt að stofna þjóðgarð, að hann verði með "útvötnuðu" fyrirkomulagi. Sem þýðir virkjanir og mannvirkjabelti svonefnd. 

Margt fleira má nefna, og þegar litið er á flóknar og erfiðar tilfærslur á stofnunum, málaflokkum og skipan ráðuneyta lyktar það af því að þessa tvo mánuði, sem hefur tekið að mynda þessa stjórn hafi staðið yfir einhvers konar Matadorspil um hlutverkaskipan. 


mbl.is VG ber ekki skarðan hlut frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stjórn mætti heita Klambrastjórnin eða bara Klambra.

SH (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband