Þrjátíu sinnum meiri snjókoma en spáð var. Síðasti vetur var sér á parti.

Síðasti vetur var sér á parti í Reykjavík. Það kom nánast aldrei hálka og innan svæðisins var alger óþarfi að negla. Þótt negld dekk hafi örlítið betra grip fram yfir ónegld dekk, eiga þau mestan þátt í því að rífa malbikið upp og skapa með því hálku fyrir öll dekkin í flotanum. 

Þegar jöklajeppamenn fara á fjöll á veturna, stansa þeir þar sem malbikið endar og þvo tjöruna af dekkjunum með tjörueyðandi efni til þess að bæta grip dekkjanna. 

Það segir sína sögu um þá sérkennilegu afleiðingu af óhæfilega mikilli notkun negldra dekkja að hún hefur þessi neikvæðu áhrif á bæði dekk og gotur. 

Spáin fyrir daginn í dag gerði ráð fyrir 0,1 millimetra úrkomu, en líkast til varð hún 30 til 40 sinnum meiri. 

Þeir sem óku á sumardekkjum og ollu vandræðum, virðast hafa haldið að sams konar einstæðir vetur kæmi tvisvar í röð. 


mbl.is Sumardekk stór þáttur í umferðartöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband