Forsenda fyrir orkuskiptum er þekking á gildi íslenskra náttúruverðmæta. Hana skortir.

Bandaríkjamenn komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmlega hálfri öld að þekking á helstu náttúruverðmætum þess lands væri forsenda fyrir niðurstöðu. 

Hún fólst hjá þeim í ævarandi vernd og friðun Yellowstone háhitasvæðisins og friðun þess hluta Kólóradófljóts, sem þá var óvirkjað. 

Hér á landi eigum við enn langt ófarið í að kafa á samsvarandi hátt ofan í málin hér. 

Sem dæmi má nefna, að hinn eldvirki hluti Íslands sé eitt af 60 mestu náttúruundrum heims, en á þeim lista kemst Yellowstone ekki á blað. 

Ef hugsað er á heimsvísu, að íslensku heimsdjásnunum verði fórnað á altari skefjalausrar sóknar eftir orku, munum við með leggja okkar skerf til að vernda "hin heilögu vé, sem aldrei verði snert" í Ameríku og standast þó ekki hinum bandarísku snúning. 

Þegar Alcoa hafði samið um að tortíma hinum gríðarlegu náttúruverðmætum, sem Kárahnjúkavirkjun gereyddi til eilífðar, var sett upp skilti við aðkeyrslu að virkjanasvæðinu, sem bar þessa áletrun: "Kárahnjúkavirkjun getur verið forsenda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs." 

Svona orðalag er því ekki nýtt af nálinni. 


mbl.is Segir orkuskipti forsendu umhverfisverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki lengur, Ómar minn!

Húsari. (IP-tala skráð) 29.11.2021 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband