2.12.2021 | 06:40
Eilífir ágallar 172ja ára gamals stjórnarskrárgrunns.
Stjórnarskrá Danmerkur var gerð í kjölfar óróa í Evrópu þar sem sótt var að einvaldskonungum.
Til að friðþægja hinum danska kóngi voru hátt í 30 fyrstu greinar stjórnarskrárinnar, sem var gerð, um það kónungurinn gerði þetta og hitt á stjórnmálasviðinu, en í einni greininni sagði, að hann væri ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og léti ráðherra framkvæma vald sitt.
1874 "gaf" Kristján níundi Íslendingum stjórnarskrá, sem samin var af Dönum og var í öllum höfuðatriðum sams konar og stjórnarskráin fyrir Dani.
1904 fengu Íslendingar heimastjórn og 1918 frelsi og fullveldi, en þó með greinunum 30 og öllu gumsinu frá 1874 og 1849.
1944 var konungssambandinu slitið en áfram tórði gamla stjórnarskráin, nema að í stað orðsins konungur stóð orðið forseti ásamt greinunum 30 um margslúngin völd hans, sem hann þó hafði ekki, heldur varð sem´ábyrgðarlaus að fela ráðherrum að framkvæma það.
Þótt kosningalögum og kjördæmaskipan hafi verið breytt á síðustu öld og gerð viðbót um mannréttindi sitjum við enn uppi með megnið af hinni 172ja ára gömlu stjórnarskrá með ákvæðum um landsdóm og sjálfdæmi Alþingismanna um það hvort þeir séu rétt kjörnir.
Á undanförnum árum höfum við verið minnt á það sífellt, hve gölluð og mikil forneskja felst í fjölmörgum greinum stjórnarskrárinnar.
En þrátt fyrir stofnun ótal stjórnarskrárnefnda síðan 1946 situr enn við það sama, að þinginu er um megn að koma sér saman um þetta grundvallaratriði í stjórn landsins.
Lögmæti þjóðþingsins á úreltum leikreglum konungs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En er ekki úrlausn þingmanna á kjörbréfamálinu í fullu samræmi við þrískiptingu valdsins. Hver ætti annar að leysa úr því? Og helduðu virkilega að allt mundi skyndilega breytast til hins betra með upptöku nýrrar stjórnarskrár? Mundum við til dæmis fá nothæft lið á þing i stað léttmetis eins og þessarar ágætu þingkonu?
Matthías (IP-tala skráð) 2.12.2021 kl. 11:31
ekki vantar mig nýja stjórnarskrá. Mig vantar ísland fyrir Íslendinga og virkjanir fallvatnanna.
Halldór Jónsson, 2.12.2021 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.