Túristagos í hvívetna.

Nú eru stjórnvöld búin að kvitta fyrir það í raun, að gosinu í Geldingadölum sé lokið og sjaldan hefur eldgos reynst eins mikið túristagos og þetta. 

Það kom upp og hraunið breiddi sig yfir svæði, þar sem tjónið af því var eins lítið og hugsast gas. 

Og það dró að sér athygli fjölmiðla um allan heim þannig að Ísland fékk hámarks kynningu og ferðamannastraum, þótt heimsfarsóttin drægi að vísu úr honum. 

Raddir um það að bæta þyrfti fyrir gróðurskemmdir voru hlálegar í ljósi þess að leitun  er að svæði á landinu þar sem gróðri hafði verið eytt jafn skörulega með skefjalausri beit. 


mbl.is National Geographic ánægt með mynd af gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband