Hvað um gildi kosninga í stjórnarskrá stjórnlagaráðs?

Í starfi stjórnlagaráðs var reynt að hafa greinar um gildi kosninga þannig, að reynt yrði að minnka hættuna á því að þingmenn þyrftu að dæma sjálfir í eigin sök eða málum.

Um var að ræða eitt af fjölmörgum dæmum um annmarka núverandi stjórnarskrár þar sem þingmenn lenda í því að úrskurða sjálfir um eigið mál. Svona hljóðar greinin hjá stjórnlagaráði:   

43. gr. Gildi kosninga. 

Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. 

Landkjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. 

Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. 


mbl.is Ekki útilokað að ógilda kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullveldið er í höndum löggjafarþingsins. Allt annað vald hefur uppsprettu sína í því. Það er ekki hægt að láta afleitt stjórnvald hafa úrskurðarvald um samsetningu þess, hvað þá dómstóla. Þetta ákvæði er út og suður eins og flest annað í þessu blessaða plaggi.

Matthías (IP-tala skráð) 3.12.2021 kl. 10:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var stjórnlagaráð löglega kosið eða bara skipað af ráðherra? Skrifaði stjórnlagaráð nýja stjórnarskrá eða bara tillögur að breytingum á stjórnarskrá? M.ö.o. Var stjórnlagaráði falið að skrifa nýja stjórnarskrá, eða bara leggja til breytingar?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2021 kl. 12:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allar stjórnarskrárnefndirnar, sem störfuðu árangurslaust frá 1946 og næstu hálfa öld eftir það fengu, formlega umboð frá Alþingi til að gera ráðgefandi tillögur um nýja stjórnarskrá í heild eða í hlutum eftir atvikum. 

Athugasemd Matthíasar um að starfsemi dómsvaldsins sé ólögleg er röng, því að þrískipting valdsins er grundvallaratriði allra stjórnarskráa í lýðræðisríkjum.   

Ómar Ragnarsson, 3.12.2021 kl. 13:41

4 identicon

Ég minnist þess ekki að hafa haldið því fram að "starfsemi dómsvaldsins sé ólögleg," Ómar Ef dómsvaldið hefur síðasta orð um innri málefni löggjafarvaldsins er það hins vegar einmitt brot á þrískiptingu valdsins, sem þú telur réttilega "grundvallaratriði."

Þegar öllu er á botninn hvolft þarf einhver að taka ákvörðun. Það er ekkert verra að þingmenn geri það því almenningur getur allavega látið þá sæta ábyrgð. Hann hefur hins vegar engin úrræði gagnvart dómsvaldinu. Þess vegna er það almennt andlýðræðislegt að færa allar ákvarðanir í hendurnar á dómstólum. Það er þó sú þróun sem orðið hefur víðast hvar á undanförnum árum og valdið hefur síaukinni tilfinningu meðal fólks að það ráði engu lengur um eitt né neitt. Sem er einmitt raunin.

Þráhyggjan um stjórnarskrána er í mínum huga vitleysa. Vandi íslensks samfélags er miklu djúpstæðari en svo að breytingar á henni hafi einhver úrslitaáhrif. Í öllu falli er hæpið að það plagg, sem stjórnlagaráð klambraði saman af takmarkaðri visku, mundi bæta stöðuna.

Matthías (IP-tala skráð) 3.12.2021 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband