4.12.2021 | 18:36
Ísland býr yfir fágætri og verðmætri fjölbreytni.
"Ísland er engu öðru landi líkt" segir í upphafi lýsingar á landinu í vönduðu erlendu riti um "Hundrað undur veraldar", þar sem hinn eldvirki hluti Íslands er talinn eitt af fimmtíu merkustu náttúruundrum veraldar.
Þessi sérstaða felst helst í því, að á hinum eldvirka hluta landsins er að finna fjölbreytni í átökum og afurðum einstæðs samspils elds og íss, sem hvergi annars staðar sést á þurrlendi jarðar.
Af þessu leiðir, að möguleikar á fjölbreyttri upplifun fyrir ferðafólk eru fyrir bragðið fleiri hér á landi en í flestum öðrum löndum.
Þessi fjölbreytni getur þar af leiðandi verið uppspretta mikils úrvals af arðgefandi möguleikum í ferðaþjónustinni.
Dæmið sem sést og viðtengd frétt á mbl.is ber með sér er bara einn af af ótal möguleikum á þessu.
Heilluðust af Íslandi á ION hótelinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.