5.12.2021 | 12:39
Vandræði leysast ekki með sama hugsunarhætti og skóp þau.
Nú hefur verið blásið til stórsóknar í því sem Nóbelskáldið nefndi "hernaðinn gegn landinu" í frægri blaðagrein. Í hverri fréttinni og umræðuþættinum á fætur öðrum er upphafinn áróðurinn um að bjarga íslenskum fyrirtækjum og heimilum frá raforkuskorti með því að afnema rammaáætlun og hefja stórsókn í virkjunum, sem byggjast á virkjunum í anda stóriðjunnar.
Slík stórsókn mun breyta núverandi stöðu úr því að íslensk heimili og fyrirtæki fái 20 prósent af framleiddri raforku á móti 80 prósentum, sem stóriðjan fær upp í það að stóriðjan fái minnst tíu sinnum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili.
Til að auka á orkuþorstann eru gefnar upp rangar upplýsingar um orkunotkun komandi rafbílaflota og sagt að hún verði meiri en orka Kárahnjúkavirkjunar, en raunveruleikinn, sem meðal annars hefur komið fram hjá Bjarna Bjarnasyni forstjóra ON, er sá að þessi tala er fimm sinnum hærri en hin raunverulega tala.
Grunnorsök orkuvandamála heimsins er takmarkalaus orku- og neysluþorsti, og er þá hollt að minnast þeirra sanninda, sem mig minnir að Albert Einstein hafi orðað, að vandamál leysast ekki með því nota sama hugunarhátt við reyna að leysa þau og olli vandræðunum.
Skorar á Íslendinga í umhverfismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.