Í síbyljusöng um ástæður raforkuskorts er ástæða 76 mv skorts fyrst nefnd núna..

Í viðtengdri frétt á mbl.is í dag eru birtar tvær af ástæðum þess að skortur er á raforku hér. 

Önnur er 46 megavatta tap vegna bilaðrar aflvélar í Búrfellsvirkjun en hin er 36 megavatta tap vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. 

Þetta eru 76 megavött og slagar hátt í allar þrjár Sogsvirkjanirnar samanlagt. 

Þegar lægsta vatnsstaða í mörg ár í Þórisvatni bætist við er um þrefalt áfall að ræða í einu. 

En þorstinn eftir nýjum virkjunum er svo mikill, að í fréttum á Stöð 2 í fyrra var í alvöru rætt um það hve miklu það myndi muna að eyða milljarði króna í að fullnýta afl Elliðaánna. 

Fyrst var talað um að miklu myndi muna um þrjú megavött en síðan um að líka myndi muna miklu um eitt megavatt! 

 


mbl.is Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Sett á blogg:    Ómar Ragnarsson 

9.12.2021 | 07:43

Í síbyljusöng um ástæður raforkuskorts er ástæða 76 mv skorts fyrst nefnd núna..

000

Þakka þér fyrir að nefna þetta einhvern tímann fyrir langa löngu fylgdist ég með orkublöðum á Norðurlöndunum, og vakti það athygli mína að þeir höfðu alltaf tvær til þrjár auka virkjanir, til að geta sinnt viðhaldi og ef einhver bilaði. 

Þetta virtist vera mikil skynsemi. 

Það virðist ekki vera mikið vit í að vera raforku laus, eða að þurfa að kaupa raforku frá öðrum á uppsprengdu verði frá einhverjum  víxlurum, sem Jesú rak út úr Musterinu  stjórnsýslu stöð þess tíma.

Í Kaliforníu gerðu víxlararnir hinar ýmsu kúnstir, sögðu að allt væri raforku laust, slógu út virkjunum eða seldu raforkuna til annarra ríkja.

Síðan var sagt að þið getið fengið rafmagn ef þið borgið 100 miljónir dollara hér og 1000 milljarða dollara þar og margfaldið greiðsluna fyrir kílówatt stundina.

Þá sagði einn víxlara starfsmaðurinn, ef við beitum ekki brögðum, þá er öskrað á mann

Slóð

Alltaf þegar til er flókið kerfi eins og orkumarkað urinn þá á fólk eftir að pota í það og sjá hvað virkar. Ég lifði samkvæmt þessu: Ef maður stjórnaði ekki markaðnum með brögðum, þegar maður hafði aðgang að vélabrögðum, þá var öskrað á mann.“

Jónas Gunnlaugsson | 29. mars 2019

(Svo var hópur á þinginu, sem sá til þess, að búa til flókin LÖG, ORKUMARKAÐ, til að hægt væri að spila á fíflin. jg) Eftir Jerry Isaacs maí 2002 Tekið af vefsíðunni: https://www.wsws.org/en/articles/2002/05/enro-m10.html Skjöl sem Federal Energy  

Egilsstaðir, 09.12.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 9.12.2021 kl. 11:58

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Svo er stjórnuðu vatni neðan við Búrfellsvirkjun hleypt til sjávar án þess að taka úr því  hátt í 300 mw af rafmagni.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 10.12.2021 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband