Hrikaleg saga sem Rússar vilja ekki gleyma.

Þegar spenna vex í deilum og skoðanaágreiningi er nauðsynlegt fyrir báða aðila, að reyna að setja sig í spor heins. 

Í heimsókn til Murmansk 1978 blöstu við illa byggð hús og malargötur, sem gamaldags vörubílar óku um með verkamenn standandi á pöllunum, rétt eins og sjá mátti í Reykjavík 30 árum fyrr. 

Þúsundir ungra manna voru á biðlistum til að komast í vinnu á risastórum verksmiðjutogurum þar sem aðbúnaðurinn var svo slæmur og stéttaskiptingin um borð svo mikil, að slíkt hefði verið óhugsandi á Íslandi og í Noregi. 

Ungu mennirnir á biðlistunum þráðu að komast út úr hinu risastóra fangelsi, sem föðurland þeirra var, jafnvel þótt þeir væru að þræla um borð í skipum, sem ekki komu í erlenda höfn, heldur voru á rúmsjó allan tímann. 

Í landi féllu hurðir féllu illa að stöfum í hótelinu og hrákavinnubrögð hvarvetna að sjá. 

En eitt stakk alveg í stúf við öll þessi merki um hrun kommúnismans. Í Murmansk voru stór söfn sem voru afar vel úr garði gerð. 

Sögusafnið var meiriháttar flott, og þar skipaði Seinni heimsstyrjöldin stóran sess.

Raunar var orðið heimsstyrjöld hvergi að sjá og heldur ekki ártalið 1939. 

Nei, stríðið hét Föðurlandsstríðið mikla og ártölin voru 1941 og 1945. 

Og árið 1941 var áberandi, því að þegar það gekk í garð hafði Hitler raðað upp bandalagsríkjum Öxulveldanna við vesturlandamæri Sovétríkjanna frá Eystrasalti suður til Svartahafs og komið þýskum hermönnum til þeirra. 

Frá þessum löndum var síðan gerð stærsta innrás allra tíma inn í Sovétríkin og áður en sá hildarleikur var allur, lágu um 20 milljónir manna í valnum. 

Þetta stríð rís eins og fjall yfir alla aðra viðburði í sögu Rússlands, og nú, þegar ætlun NATO virðist vera að gera Ukraínu að NATO ríki, eru vestrænir herir komnir í það sem var við hjarta Sovétríkjanna, mun lengra en bandalagsríki Hitlers voru komin fyrir Föðurlandsstríðið mikla, og það hjá þjóð, sem sór dýran eið í því stríði: Aldrei aftur 1941 !

Frá sjónarhóli nágrannaríkja Rússlanda er sókn þeirra í að komast undir verndarhjálm NATO skiljanleg.  

Hjá þeim er eiðurinn: Aldrei aftur undir járnhæl Rússa eins og í Kalda stríðinu!

Nú reynir á skilning beggja aðila á afstöðu hins. 

Á fundi á Möltu eftir hrun Sovétríkjanna hét Baker, utanríkisráðherra því, að NATO yrði ekki þanið út til austurs.   

Þegar haft er í huga að nú er verið að tala um NATO í Úkraínu sést, að það hefur ekki gengið eftir. 

Rússar fórnuðu 54 þúsund ungum hermönnum í Krímstríðinu fyrir rúmum 160 árum til þess að viðhalda yfirráðum sínum yfir Krím, sem Krustjoff færði yfir til Ukraínu í misskilinni ofurtrú á samheldni og vináttu lýðveldanna innan Sovétríkjanna. 

Í Heimsstyrjöldinni síðari féllu líkast til milljón manns í stríðinu um Sevastopol og Krímskagann. 

Ekki þarf annað en að líta á landakort til að sjá að Krímskaginn með Sevastopol er í hliðstæðri afstöðu til Rússlands og Floridaskaginn og Norfölk eru gagnvart Bandaríkjunum. 

Þegar vestrænt herskip gerðist líklegt til að sigla inn í landhelgi Krímsskagann, sem Rússar voru þá að hertaka, útilokaði Pútin ekki að beita kjarnorkuvopnum til að hafa yfirráð yfir skaganum.  

 


mbl.is Biden ræði við Zelensky
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál s ýst nú ekki um Ķrím-skagan heldur ásælni rússa til landsvæða sem hafa tilheyrt Úkraínu.  Þetta er útþenslustefna rússa sem mynnir á Þýskalnd Hitlers, að leggja undir sig landssvæði sem eru byggð rússum.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.12.2021 kl. 19:51

2 identicon

Svo er Krímskaginn landfræðilega tengdari Úkraínu en Ŕússlandi. En það er rétt að þessi heimskulega ákvörðu Krutsjoff hefur verið afdrifarík.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.12.2021 kl. 19:59

3 identicon

Sæll Ómar,
Ekki voru Rússar að hertaka Krímskaga, því að þeirra hermenn voru þarna árum saman, heldur var um að ræða kosningu þarna áður, svo og sameiningu við Rússland.
Þú gleymir alveg að tala um þennan sérstaka "verndarhjálm", svo og þar sem að þetta ógnar- og hernaðarbandalag Bandaríkjanna og NATO er ekki beint mjög vinsælt.
KV.

US-NATO Border Confrontation with Russia Risks Nuclear War and Loss of  European Partners - YouTube
تويتر \ THE THE على تويتر:

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2021 kl. 20:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það verður að horfa á mmálið frá sjónarhóli beggja aðila, og eftir reynslu Austur-Evrópuríkja af kúgun Rússa í Kaldastrínu líta þau á NATO aðild sem verndarhjálm á sama tíma og Rússar líta á hana sem ógn við sig. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2021 kl. 00:07

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Donets svæðið í Ukraínu var og er mjög verðmætt svæði hvað snertir iðnaðarauðlindir. Þekkt er myndin af Pútín við fyrsta bíl sinn, sem var framleiddur þar og myndin því táknræn. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2021 kl. 00:09

6 identicon

Ótti Rússa við innrás frá Vesturlöndum eru leifar af tilhæfulausum áróðri kalda stríðsins, sem frv. KGB foringinn, Pútín hefur viðhaldið og hagnýtt sér.

Ekki skal dregið úr þeim hörmungum sem þjóðir Sovétríkjanna urðu að þola af völdum nasista en fráleitt er að færa ábyrgð á þeim voðaverkum yfir á vestrænar lýræðisþjóðir sem stóðu alla tíð með Sovétmönnum og aðstoðuðu þá eftir bestu getu.

Ef frá eru taldar víkingaferðir Væringja þá hafa Rússar þrisvar sinnum orðið fyrir vestrænum innrásum, Karli 12, Napóleóni og Hitler. Á sama tíma hafa Vesturlandabúar háð ótal grimmilegar styrjaldir sín á milli.

Það að halda því fram að Rússum stafi ógn frá Vesturlöndum er alger firra. Hvort Pútín trúir því skal ósagt látið, sjálfsagt er hann alinn upp í þessum ótta.

Það eina sem gefur Rússum tilefni til að kallast stórveldi er kjarnorkueign þeirra. Henni deildu þeir reyndar upphaflega með Úkraínumönnum sem afhentu Rússum öll sín kjarnorkuvopn gegn því að fá að halda yfirráðum yfir Krímskaga, samningi sem Rússar sviku.

Pútín er að mörgu leyti öflugur leiðtogi, en hann stjórnar enn í anda KGB. Honum væri nær að hætta þessu vopnaskaki og nýta það fé sem þá sparast til að bæta hag fólksins í landinu. 

Sjálfsagt er það viðkvæmt fyrir þjóðarstoltið að vera fyrrverandi stórveldi, en það gæti orðið orðið heilladrýgra og jafnvel meiri reisn í því að viðurkenna það.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2021 kl. 00:41

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðverjar og Ítalir voru ekki "vestrænar lýðræðisþjóðir" þegar þær stóðu fyrir mestu hernaðarárás allra tíma. 

Bamdaríkjamenn, Bretar, Danir og Íslendingar eru hins vegar lýðræðisþjóðir sem fóru viljugir í innrás í Írak vegna upploginna saka. 

Þegar Noregskonungur vildi fá Grímsey að gjöf benti Einar Þveræingur á það, að enda þótt hann væri vænn maður vissi enginn um það hvernig þeir kóngar yrðu, sem kæmu á eftir honum. 

Hitt er rétt að Pútín stundar pólitíska kúgun heima fyrir og eins og margir slíkir er honum gjarnt að reyna að þjappa þjóðinni að baki sér með því að finna upp utanaðkomandi óvin. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2021 kl. 01:16

8 identicon

Sæll Ómar, 

"Bamdaríkjamenn, Bretar, Danir og Íslendingar eru hins vegar lýðræðisþjóðir sem fóru viljugir í innrás í Írak vegna upploginna saka. "


Lygarnar um að gjöreyðingarvopn (WMD) væru í Írak virkuðu fínt til að hefja stríð gegn Írak 2003, en Afganistan og Írak var alls ekki nóg fyrir vesturveldin. Nú og því voru notaðar lygar um að "borgarastríð" væri í Líbýu  (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).

Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að fjármagna og styðja. Við áttu bara að styðja allt þetta Múslimahatur fyrir fleiri svona stríð gegn hryðjuverkum, ekki satt?
Þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hér á landi áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I)

Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá vantar bara núna góða lyga átyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran fyrir "Stærra Ísrael", því að Íran er næst á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
http://www.stopiranwar.com/

Því telja þeir það mikilvægt núna að kom inn meira Múslimahatri í fjölmiðlum til að styðja þannig við næsta stríð gegn Íran fyrir hérna Stærra Ísrael. 


General Wesley Clark - Taking Out 7 Countries in 5 Years - YouTube
General Wesley Clark: We're going to take out 7 countries in 5 years – The  Muslim Times

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.12.2021 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband