19.12.2021 | 23:17
Yfirvöld víða í kröppum sjó í sóttvarnarmálum. Mótsagnir áberandi.
Sviptingarnar í gangi heimsfaraldursins og sóttvarna hinna mismunandi ríkja hafa sjaldan verið meiri en nú.
Mótsagnir eru víða. Hér á landi voru margir sem fögnuðu því sem ástæðu til eftirbreytni þegar Danir afléttu öllum aðgerðum. Þetta ættum við að gera hið snarasta.
Ekki var minnst á það í þessu sambandi, að við Íslendingar höfðum gengið næstum eins langt og Danír í afléttingum snemmsumars og urðum síðan að súpa seyðið þegar ný bylgja reis í haust.
Fólk sem fór til Belgíu í nokkra daga nú um daginn varð að bera grímur allsstaðar, líka úti á götu; annars var lögreglan komin á vettvang.
Nú virðist stefna í svipað og gerðist í sumar, að með talsverðum tilslökunum hér hefur slaknað á aðgæslunni og veldishlaðin bylgja ríður yfir þegar jólin eru að ganga í garð.
Andstæðingar bólusetninga krefjast þess sumir að Þórólfur segi af sér, af því að hann beri ábyrgð á þessari bylgju.
Sumir þeirra, sem halda þessu fram, vilja hins vegar að öllum hömlum sé létt, þvert ofan í það sem gerist í löndunum í kringum okkur.
Mótsagnirnar eru augljósar þegar fullyrðingarnar og kröfurnar eru svona misvísandi, en það er svo sem ekki að undra þegar litið er til þess hve ástand undanfarinna tæpra tveggja ára hefur verið mikið nýjabrum fyrir mannkynið.
Bólar ekkert á minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.