Eitthvað annað drepur þig fyrst.

Þótt niðurstöður "blóðskimunar til bjargar" virðist við fyrstu sýn ekki uppörvandi, gat síðuhafi séð margar jákvæðar hliðar á þessu dýrmæta framtaki. 

Blóðeitrun í fæti, sem lagði viðkomandi í rúmið í nokkrar vikur, reyndist heppni, þegar að var gætt, ekki bara að unninn var bugur á henni, heldur vegna þess að í tengslum við hana var boðið upp á ókeypis "blóskimun til bjargar" sem leiddi síðan af sér bréf, sem tilkynnti um niðurstöðuna: "Forstig að mergæxli." 

Hægt var að segja sínum nánustu frá þessu með þeim orðum að þetta væri góð frétt. Nú, hvernig þá? 

Jú, ef þessi skimun hefði ekki verið gerð, væri ekkert vitað um þetta, en í staðinn fór í gang ferli þar sem fylgst yrði sem best með stöðunni. 

Nánari skoðun leiddi líka annað í ljós, sem útaf fyrir sig voru góðar fréttir, svo kaldhæðnislega sem það hljómar: 

"Þetta er á miklu frumstigi og þú skalt ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu; þú ert orðinn svo gamall, að langlíklegast er að eitthvað annað drepi þig fyrst." 

Við hliðina á blóðskimunarstaðnum í húsi Krabbameinsfélagsins eru dyr með áletruninni "Lífið er núna", aðsetur samtaka sem bera heitið "Kraftur". 

Meðan beðið var eftir blóðskimuninni þarna, sköpuðust fróðlegar og gefandi umræður um málefnin, sem þarna voru á sveimi og gáfu tilefni til þess að gera hughreystingar- og uppörvunarþrungið lag og ljóð undir heitinu "Lífið er núna". 

Það felur í sér einfalda alþýðuheimspeki, en samt var þetta það snúið, að gerð lags, ljóðs og tónlistarmyndbands, sem nýlega birtist á facebook síðu minni, tók þrjú ár.  


mbl.is Um fjögur þúsund með forstig æxlis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband