23.12.2021 | 11:07
Baráttan við sýkla og veirur er langhlaup án enda.
Ókeypis og óvæntur fyrirlestur sérfræðilæknis um borð í Fokkervél sem flaug frá Akuryri til Reykjavíkur fyrir um aldarfjórðungi veitti sýn, sem þá var spánný um þá heimsstyrjöld, sem í vændum væri á 21. öldinni milli þjóða heims og sýkla og veira.
Hingað til hefur allt umræðuefnið gengið eftir. Læknavísindamenn hamast við að þróa mý og ný lyf í kapphlaupi við ný og ný afbrigði af sýklum og veirum, sem spretta upp með fjölónæmi, sem eingkum er vegna gáleysilegrar meðferðar á lyfjunum og / eða með stökkbreytingum.
Þrátt fyrir framfarirnar í lyfjsgerð er afar vafasamt að "endalok plágunnar séu í augsýn.
Rétt eins og sýklar og veirur aðlaga sig sífellt að nýjum og öflugri lyfjum, þurfa þjóðir heims að alaga sig að hinu nýja styrjaldarástandi sem ekki mun linna.
![]() |
Endalok plágunnar mögulega í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.