6.1.2022 | 09:31
Alveg sama hverju er spáð; endalaus útköll.
Svo samfelldur var fréttaflutningur af komandi óveðri í gær, að sú hugsan gat læðst að hvort það væri ekki gert allt of mikið út af sjálfsögðum hlutum á einum vindasamasta stað heims á þessum árstíma.
Daginn eftir blasir hins vegar við að útkoöllin komust upp í meira en hundrað samtals þennan sólarhring sem veðrið stóð og að eitt af því sem fauk, var partítjald!
"Ýmislegt fauk frá vinnusvæðum" manna, sem hafa atvinnu af því að vinna utan dyra.
Aðeins eru örfáir dagar síðan björgunarsveitir þurftu að sinna útköllum upp á fjallvegi, sem margítrekað hafði verið tilkynnt um á alla mögulega vegu að væru kolófærir.
Sagan endalausa er í fullu gildi.
Vinnupallar hrundu og klæðningar losnuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.