Á Fjallabakssvæðinu einu eru margfalt fleiri djásn en í Yellowstone,

"Í Yellowstone verður aldrei virkjað; þar eru heulög vé." Þetta voru lokaorð eins þekktasta jarðvarmasérfræðings Bandaríkjamanna, sem Ísor bauð á tíu ára afmælisráðstefnu sína hér á landi.

Markverð orð fyrir Íslendinga hefði maður haldið að slík yfirlýsing væri um svæði, sem er lang- lang- langstærsta jarðvarmasvæði Ameríku, en enginn blaðamaður eða fréttamaður hafði áhuga á því heldur eingöngu því hvernig Íslendingar gætu náð forystu á heimsvísu með því að virkja sem allra mest af jarðvarma hér á landi. 

Í alþjóðlegum handbókum um mestu undur veraldar, eru nefnd um 40 undur, sem eru náttúruundur. 

Áður hefur verið greint frá því hér á síðunni, en þar er hinn eldvirki hluti Íslands talinn í hópi sjö mestu náttúruundra Evrópu með þessum upphafsorðum: "Ísland er engu líkt."

Í þessu riti komast "hin heilögu vé" Ameríku ekki á blað, enda engin furða, því að bara Fjallabakssvæðið eitt býr yfir margfalt fleiri náttúrudjásnum, svo sem gígaröðum, fyrirbæri, sem finnst hvergi á þurrlendi jarðar nema hér á landi. 

Ef flogið væri á þyrlu um Yellowstone og lent á stað, þar sem þyrlugestir myndu stíga út og hrópa: Vaá! kæmi hverasvæðið Mammuth hot springs nyrst í garðinum helst til greina. 

Á leiðinni þangað má sjá hrafntinnuhraun, sem mikið er gumað af en Hrafntinnuhraun að Fjallabaki er mörg hundruð sinnum stærra. 

Heildarheiti goshvera í heiminum er geysir, en þeir draga allir nafn sitt af Geysi í Haukadal á Íslandi. 

En síðan mætti nefna ansi marga staði að Fjallabaki, þar sem þyrlufarþegar gætu staðið og hrópað "vaáa!": 

Jökulgil, Grænihryggur, Ljótipollur, Kýlingar, Vatnaöldur, Brandsgil, Veiðivötn, Hraunvötn, Langisjór, Fögrufjöll auk Hrafntinnuhrauns. 

Viðbrögð þjóðanna tveggja, sem voru með sína fremstu menn í nýtingu jarðvarma á ráðstefnu fyrir nokkrum árum, við megin atriðum í verðmætamati lands, hafa verið gerólík. 

Hér á landi er nú hafður uppi meiri áróður fyrir marföldum virkjunum en nokkru sinni fyrr, en í Ameríku er svæði, sem stendur hinu eldvirka Íslandi að baki hvað náttúruverðmæti varðar, nefnt heilög vé, sem aldrei verði snert. 

 

 


mbl.is Var bara miðaldra karl sem horfði á Netflix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband