Fjölbreyttar nýjungar á rafbílasviði. Hvað er t.d."Invicta"?

DSC09553Heilmikil hreyfing er á bílamarkaðnum hér á landi um þessi áramót og birtast þær meðal annars í dagblöðum í formi mikilla auglýsinga. 

BL sendir til dæmis frá sér fjórblöðung með Fréttablaðinu þar sem fyrirsögnin er "mesta rafbílaúrval landsins" og nefndir ellefu bílaframleiðendur neðst á forsíðunni.  

Þar eru meðal annars nöfn stórframleiðenda á borð við BMW, Hyundai, Renault, Nissan og Subaru.

En Invicta.Farangurs rýmilengst til hægri neðst í horni forsíðunnar er heitið "Invicta" sem ekki hefur áður birst á þennan hátt. 

En hvað er "Invicta"? Jú, þar er andsvar við gagnrýni, sem fram kom í kosningaumræðum í haust varðandni það að "litli maðurinn", tekjulægsta fólkið, hefði ekki peninga til að kaupa rafbíl. 

Invicta er gamalt enskt eðalmerki, en nú er rafbíll með þessu nafni smíðaður í bænum San Sebastian við norðurströnd Spánar og er, eins og er, ódýrasti og minnsti bíllinn á íslenska bílamarkaðnum, kostar 2,4 milljónir, tveggja sæta og með ágætt farangurspláss. 

Invikta bílstjóra megin

Hann nær rúmlega 80 km/klst hraða og í mælingu síðuhafa, sem greint var frá hér á síðunni síðasta haust, var drægnin 115 kílómetrar, sem er álíka og var á fyrstu kynslóð Nissan Leaf á sínum tíma. 

Rafhlaðan, 17 kwst, er nefnilega sú langstærsta í nokkrum bíl í þessum flokki, sem ber heitið L7e og nokkrir rafbílar eins og Ami / Opel rocks-e, Renault Twisy og Tazzari Zero eru í samkvæmt alþjóðaskilgreiningu.  

Aðalkosturinn við það að flytja svona ódýran rafbíl til landsins er ekki aðeins hið háa verð, sem óekinn bíll kostar, heldur ekki síður, að þegar svona bílar eru orðnir nokkurra ára gamlir, verða þeir að sjálfsögðu miklu ódýrari. Invikta og Tazzari

Á vegum þessarar bloggsíðu hefur verið ekið  sem einkabíl tveggja sæta rafbíl í rúmlega fjögur ár af gerðinni Tazzari Zero, alls um 12 þúsund kílómetra og ljóst er, að erlendis er það ekki spurning um hvort, heldur hvenær svona smáir rafbílar muni ryðja sér til rúms í sívaxandi umferð. 

Auk Invicta rafbíla hafa þeir hjá BL á boðstólum rafknúin léttbifhjól af mismunandi stærðum og gerðum.   

 

 


mbl.is Bíllinn á lager en verð hækkar um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þessi bill er lika með framleiddur með 27kw rafhlõðu,

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.1.2022 kl. 10:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir bílar sem komnir eru, eru með 17 kwst rafhlöðu og ég hef hvergi séð að Incicta framleiði ds bílinn með stærri rafhlöðu.

En sama umboð, BL, bíður hins vegar eftir að fá til sölu Dacia Spring, sem er fjögurra sæta bíll með 27 kwst rafhlöðu. 

Ómar Ragnarsson, 8.1.2022 kl. 13:08

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Invicta Electric D2S range and prices

Invicta Electric ensures that the battery can be recharged in any household outlet from empty to its maximum capacity in about 6 hours for the smallest capacity pack and in 8 hours for the most powerful one, in both cases at 3.75 kW. The Spanish manufacturer announces a energy use cost of € 0.96 / 100 km (night rate reduced from “EDP 2021 night rate” to 0.06 kWh + taxes) and its starting prices are as follows:

        • D2S 17 kWh – 17,995 euros (€ 8,995 with discounts applied and Plan Moves II)

        • D2S 27 kWh – 21,995 euros (€ 12,995 with discounts applied and Moves II Plan)

          This content is created and maintained by a third party, and imported onto this page to help users provide their email addresses. You may be able to find more information about this and similar content at piano.io

          Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.1.2022 kl. 09:45

          4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

          hér er sá ódýrasti í Evropu. Fjögra manna og um 2000 € ódýrari en Dacia

          https://www.autocar.co.uk/car-news/new-cars/dartz-launches-freze-nikrob-cheapest-ev-eu

          Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.1.2022 kl. 11:03

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband