Hve oft hefur goshætta liðið hjá?

Eftir því sem hvers kyns mælingatækni fleygir fram fá vísindamenn aukna yfirsýn yfir það sem er að gerast í iðrum jarðar á eldvirkum svæðum. 

Dæmi um það er aflétting óvissuástands við Fagradalsfjall eftir að hinar fjölbreyttu mælingar leiddu í ljós, að kvikan þar var að vísu komin upp í um 1500 metra lóðrétta fjarlægð frá yfirborði jarðar, en á hinn bóginn var rúmmál kvikuhólfsins óbreytt og skjálftum að fækka. 

Með notkun afar umfangsmikilla mælinga hefur líklega aldrei fyrr verið hægt að taka svona ákvörun að vel athuguðu máli. 

Það sést með samanburði við fyrri tilfelli svo sem við Kröflu og nú síðast undir Öskju. 

Í Kröflueldum 1975-84 urðu fjórtán umbrotahrinur á svæðinu, þar sem hallamælir í stöðvarhúsinu var aðal mæligagnið.  Fjórtán sinnum reis land, en eldur braust aðeins upp á yfirborðið níu sinnum ef rétt er munað.  

Eftir að svæðið róaðist eftir 1984 kom tíðindalítið tímabil. 

Um síðustu aldamót vaknaði áhugi á svonefndum djúpborunum eftir gufuafli niður á miklu meira dýpi en fyrr. 

Giskað var á að með því mætti fimmfalda orkuframleiðsluna eða jefnvel enn meira. 

Lagt var í mjög dýrt tilraunaverkefni við Kröflu, vestan við sprengigíginn Víti, kammt frá holu sem fékk hið neyðarlega heiti Sjalfskaparvíti 1975, af því að hún eyðilagðist. 

Ekki fór betur fyrir nýju holunni, sem eyðilagðist líka vegna þess að þarna var komið niður á heita kviku á aðeins 1,5 kílómetra dýpi!

Land hefur risið síðasta árið undir Öskju eftir langa kyrrstöðu, en þrátt fyrir miklu fjölbreyttari og nákvæmari mælingatækni en völ hefur verið á áður, treysta vísindamenn sér ekki til að spá, hvort þarna endi landrisið og kvikusöfnunin með eldgosi. 

Talan 9-5, alls níu gos í Kröflueldum segir lítið en hugurinn leitar samt að því að velta vöngum yfir því hve oft goshætta líður yfirleitt hjá íslenskum eldstöðvum. 

 


mbl.is Óvissustigi við Fagradalsfjall aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband